Fimmtudaginn næsta, 25. september verða haldnir tónleikar í Ölhúsinu, Flatahrauni 5 í Hafnarfirði til styrktar Píeta samtökunum.
Fram koma: Páll Óskar Bjartmar Guðlaugsson Ellen Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson og Pálmi Sigurhjartarson GG blús CC fleet band Beggi Smári og Bexband Swizz Jóna Margrét og Björgvin Þór Idolstjörnur Autonomous
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 19.30.
Miðasala er á Midix.is og einnig er hægt að kaupa miða á tónleikunum sjálfum.
Hlökkum til að sjá ykkur. Nemendur í viðburðastjórnun við háskólann á Hólum standa að og skipuleggja viðburðinn. Öll innkoma mun renna óskipt til Píeta samtakanna.