Helgi segir frá þessu í þættinum Fullorðins á streymisveitunni Brotkast.
„Ég upplifði bara að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi í mörg ár […] að finna hina einu réttu en þá var ég ekki til í þetta,“ segir Helgi.
„Ég þurfti að horfast í augu við það að þessi díll, að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína af ástinni.“
Sjá einnig: Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Helgi, sem verður 44 ára í desember, segir að hann hafi verið 42 ára þegar hann áttaði sig á þessu.
„Ég fór í fjölástir,“ segir hann. „Fyrir mig þýðir það bara… ég sækist bara í að vera með fólki sem kveikir í mér í hvert skipti.“
Hann segist ekki aðeins vera að tala um fólk sem kveikir í honum kynferðislega, heldur „á allan máta.“
„Kynferðislega er einn partur af því. Það eru ákveðnar tengingar sem ég á sem eru kynferðislegar,“ segir hann. Aðspurður hvort þær séu margar segir hann: „Já, já, alveg nokkrar sko.“
Helgi segir að það komi vissulega stundum upp afbrýðisemi. „En það er leikurinn, svolítið eins og með nektina. Það er búið að segja þér að ef þú verður nakinn þá gerist eitthvað hræðilegt, eða ef þú verður afbrýðisamur þá gerist eitthvað hræðilegt. Það gerist ekkert hræðilegt, þetta er bara tilfinning, hún er ekki endirinn á neinu og það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“
Helgi hefur áður talað um að árið sem hann varð 42 ára var stórt ár, því þá rakst hann harkalega á vegg miðlífskrísunnar. Hann opnaði sig um þann tíma í Fókus, viðtalsþætti DV, í byrjun árs. Smelltu hér til að lesa um það, eða hlustaðu á þáttinn á Spotify.