fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fókus

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. september 2025 10:30

Helgi Jean Claessen. Mynd/Instagram @helgijean

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jean Claessen, hlaðvarpskóngur, lífsstílsþjálfi og rekstrarmaður, fann fyrir nokkrum árum að hefðbundið sambandsform hentaði honum ekki. Hann lifir nú fjölástalífsstíl eða poly-lífsstíl eins og það er gjarnan kallað.

Helgi segir frá þessu í þættinum Fullorðins á streymisveitunni Brotkast.

„Ég upplifði bara að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi í mörg ár […] að finna hina einu réttu en þá var ég ekki til í þetta,“ segir Helgi.

„Ég þurfti að horfast í augu við það að þessi díll, að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína af ástinni.“

Sjá einnig: Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi, sem verður 44 ára í desember, segir að hann hafi verið 42 ára þegar hann áttaði sig á þessu.

„Ég fór í fjölástir,“ segir hann. „Fyrir mig þýðir það bara… ég sækist bara í að vera með fólki sem kveikir í mér í hvert skipti.“

Hann segist ekki aðeins vera að tala um fólk sem kveikir í honum kynferðislega, heldur „á allan máta.“

„Kynferðislega er einn partur af því. Það eru ákveðnar tengingar sem ég á sem eru kynferðislegar,“ segir hann. Aðspurður hvort þær séu margar segir hann: „Já, já, alveg nokkrar sko.“

Helgi segir að það komi vissulega stundum upp afbrýðisemi. „En það er leikurinn, svolítið eins og með nektina. Það er búið að segja þér að ef þú verður nakinn þá gerist eitthvað hræðilegt, eða ef þú verður afbrýðisamur þá gerist eitthvað hræðilegt. Það gerist ekkert hræðilegt, þetta er bara tilfinning, hún er ekki endirinn á neinu og það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“

Helgi hefur áður talað um að árið sem hann varð 42 ára var stórt ár, því þá rakst hann harkalega á vegg miðlífskrísunnar. Hann opnaði sig um þann tíma í Fókus, viðtalsþætti DV, í byrjun árs. Smelltu hér til að lesa um það, eða hlustaðu á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa breytt þessu í svefnherberginu og það bjargaði hjónabandinu

Segist hafa breytt þessu í svefnherberginu og það bjargaði hjónabandinu
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Varð að prófa laxasæðismeðferðina

Vikan á Instagram – Varð að prófa laxasæðismeðferðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“

„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grímur setur Funkis-höllina aftur á sölu

Grímur setur Funkis-höllina aftur á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Innviðaráðherra á von á barni

Innviðaráðherra á von á barni