Poppdrottningin Madonna slær ekki af kynþokkanum komin á ellilífeyrinn 67 ára. Á myndum sem hún birti á Instagram á fimmtudag skilur hún lítið eftir fyrir ímyndunaraflið, þar sem hún klæðist gegnsæjum silkiundirkjól og netsokkabuxum úr undirfatalínu Rosamosario.
Til að toppa útlitið klæðist Madonna eins skóm og í október 2005 þegar hún kynnti plötuna sína Confessions on a Dance Floor. Til viðbótar klæðist hún gegnsæjum hvítum hönskum og ber einkenniskrosshálsmen sín. Veski með áletruninni p—y power sést á einni mynd.
Myndatakan tilkynnir endurkomu Madonnu til fyrrum útgáfufyrirtækis hennar, Warner Bros., og hún gefur í skyn framhald af plötunni Confessions sem kæmi út árið 2026.
„Næstum tveimur áratugum síðar – Og mér líður eins og heima hjá Warner Records! Aftur til tónlistarinnar, aftur á dansgólfið, aftur þangað sem allt byrjaði! COADF- bls. 2 🪩 2026.“
View this post on Instagram
Madonna er nú að hitta fyrrverandi knattspyrnumanninn Akeem Morris, 29 ára. Heimildarmaður sagði nýlega við Post að Morris hefði sannfært Madonnu um að hún þyrfti ekki á öllum þessum fyllingarefnum og augnstækkunum að halda sem gerðu hana að skotspónni neikvæðra athugasemda eftir framkomu hennar á Grammy-verðlaununum árið 2023.
„Hún er farin að hlusta á Akeem, sem segir henni að hún sé falleg,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hún hlustar venjulega ekki á neinn en hún hlustar á hann.Hún vill nú viðurkenna að vera 67 ára frekar en að reyna að líta út eins og 27 ára. Og þess v egna hefur hún verið að gera hluti eins og LED-ljós, súrefnismeðferðir fyrir andlitið, sogæðadreifingu, hluti sem bara gefa andlitinu frískandi tilfinningu.“