25 ára kona, sem hefur búið á Íslandi síðan hún var 18 ára, spurði:
„Hvernig hefur ykkar upplifun verið af deitmenningunni á Íslandi undanfarið? Mér finnst þetta orðið svo slæmt að mig langar eiginlega bara að gefast upp.“
Hún sagði að karlmenn vilji sofa hjá strax á fyrsta stefnumóti, engin rómantík né spenna. „Og um leið og þú gefur eftir þá eru þeir samt ekki tilbúnir í samband, þó það sé svona þrjú ár í að þeir verði sköllóttir.“
„Fyrir stefnumótið þá „lovebomba“ þeir mann og segja allt sem maður vill heyra,“ sagði hún.
Fleiri konur taka í sama streng.
„Ég gafst upp fyrir löngu,“ segir ein.
„Omg, já, ég veit ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir önnur.
„Já, að deita á Íslandi er skrýtið,“ segir ein og bætir við: „Mér finnst að þeir fáu íslensku karlmenn sem ég hef deitað hafi bara ekki félagsfærni né kunni að halda samtali gangandi. Ísland er svo lítið og mér líður eins og allir þekkja alla. Ég endaði á því að deita aðra útlendinga og það hefur gengið mjög vel.“
Sumar segja að að það sé mikið um skyndikynni á Íslandi og ekki mikill áhugi á einhverju alvarlegra.
„Ég er í langtímasambandi með Íslendingi […] það er satt að Íslendingar eiga erfitt með að sýna tilfinningar í byrjun, þeir treysta á áfengi til að opna sig og stunda skyndikynni því þeir eiga erfitt með að mynda alvöru tengsl. En hins vegar, ef þér tekst að mynda tengingu, þá eru þeir mjög ástríkir, umhyggjusamir og góðir elskhugar.“