fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Er stafræn heilabilun eitthvað sem raunverulega þarf að hafa áhyggjur af?

Fókus
Laugardaginn 13. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur hugtakið stafræn heilabilun (e. digital dementia) farið á flug víða. Hugtakið er rakið til þýska taugasálfræðingsins Dr. Manfred Spitzer og vísar í stuttu máli til þess að of mikil notkun snjalltækja geti dregið úr vitrænni færni okkar og jafnvel stuðlað að því að heilinn fari að hegða sér eins og hjá fólki með minnissjúkdóma. Þessi hugmynd er umdeild, en samt ekki algjörlega úr lausu lofti gripin.

Dr. Spitzer hélt því fram í samnefndri bók sinni um málið, frá árinu 2012,  að stöðug snjalltækanotkun gæti grafið undan minni og einbeitingu fólks. Í því er sannleikskorn að því að leyti að rannsóknir hafa sýnt að of mikil skjánotkun tengist lakari svefni, minni einbeitingu og jafnvel minni virkni í þeim heilastöðvum sem sjá um minni og sjálfstjórn.

En þýðir þetta að við séum í raun að þróa með okkur eins konar heilabilun? Flestir vísindamenn segja nei. Ekkert bendir til þess að áhrifin séu varanleg. Heilinn er að aðlagast nýrri tækni og nýjum aðferðum við að geyma upplýsingar. Sumir hafa jafnvel bent á jákvæð áhrif skjánotkunar, svo sem betra aðgengi að þekkingu og aukna skapandi tjáningu.

Það sem rannsóknir virðast þó flestir sammála um er að það skiptir máli hvernig og hversu mikið við notum tækin. Ef skjárinn ræður ríkjum í öllu, frá samskiptum til afþreyingar og skipulags, geta áhrifin orðið neikvæð. En ef við temjum okkur hófsemi, fjölbreytni í verkefnum og regluleg hlé frá skjám, þá virðist hættan hverfa að mestu leyti.

Þannig má segja að stafræn heilabilun  sé ekki sjúkdómur sem bíður handan hornsins heldur miklu frekar viðvörun um að við þurfum að vanda okkur í notkun tækninnar. Eins og með flest annað í lífinu er þetta spurning um jafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“