Feðgarnir Harry prins og Karl konungur áttu endurfundi á miðvikudag, og er það í fyrsta sinn sem feðgarnir hittast í meira en ár. Harry virtist kátur eftir fundinn og tók það eitt fram að faðir hans hefði það gott, en Karl konungur glímir við krabbamein.
Þeir hittust að breskum sið í teboði og spjölluðu þar saman í rétt innan við klukkustund, sem lofað góðu fyrir áframhaldandi samskipti, enda mun lengra en 30 mínútna spjall þeirra í febrúar 2024 eftir að konungurinn tilkynnti um krabbameinsgreiningu sína.
Nú greinar miðlar frá því að Karl hafi þó látið son sinn lofa sér einu áður en fundi þeirra leik. Hann lét Harry lofa að tjá sig ekki um samtal þeirra, en þetta skilyrði konungs mun skipta sköpum um framtíð samskipta þeirra. Heimildarmaður lýsir fundinum sem mikilvægu skrefi í átt að sáttum en konungurinn sé var um sig.
„Hann hefur sagt föður sínum að hann muni ekki veita nokkur viðtöl um samtal þeirra og að teymi hans hafi verið fyrirskipað að segja blaðamönnum ekkert um það sem þeim fór á milli.“
Deilur feðganna má rekja til þess að Harry hefur ítrekað opnað sig um einkamálefni fjölskyldunnar á opinberum vettvangi sem hefur orðið konungsfjölskyldunni mikill þyrnir í augum enda þekkt fyrir að gæta að friðhelgi einkalífs síns.
Lenga mun vera í land hvað varðar samskipti Harry og Vilhjálms bróður hans, en Vilhjálmur mun enn vera æfur yfir framkomu litla bróður síns og hugsar honum enn þegjandi þögnina.
Sjá einnig:Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn