Nýjasta lag Íslandsvinarins og kanadíska tónlistarmannsins Bryan Adams kom út 2. september. Lagið heitir Will We Ever Be Friends Again og var myndbandið tekið upp á Íslandi. Lagið er af sextándu studíóplötu Adams, Roll With the Punches, sem kom út 2. ágúst.
Í miðlum vestanhafs er rætt um myndbandið sem táknrænt fyrir eitthvað sérstakt í rokkheiminum, sjónrænt meistaraverk tekið upp með dramatískum íslensku bakgrunni og með íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríksdóttur í aðalhlutverki. Myndband sem sýni listræna þróun Adams í sinni bestu mynd.
Samkvæmt Instagram-færslum Adams voru augnablikin á bak við tjöldin jafn heillandi, þar á meðal upptökur af Önnu að spila á harmonikku.
View this post on Instagram
Roll With the Punches er fyrsta plata Adams frá því að So Happy It Hurts kom út árið 2022 og þetta er fyrsta útgáfa hans hjá eigin útgáfufyrirtæki Bad Records, sem má segja djarfa ákvörðun eftir 40 ár hjá Universal Music.
Lagið hefur fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð, bæði hjá aðdáendum og gagnrýnendum. Ísland hefur sérstaklega vakið hrifningu aðdáenda, sem kunna að meta hvernig dramatískt norrænt landslag passar vel við tilfinningadýpt lagsins. Á samfélagsmiðkum er Adams lofaður fyrir bæði sjónræna listsköpun og hæfileika hans til að skapa djúpstætt og hrífandi klassískt rokk sem talar til margra kynslóða.
Adams hélt tvenna tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2014 og í sama sal tvenna tónleika í apríl 2025.
Eins og Vísir greindi frá dásamaði Bryan land og þjóð á tónleikunum og upplýsti að hann hefði dvalið hér á landi í nokkra daga við tökur á tónlistarmyndbandi. Hann sagðist vita til þess að sumir Íslendingar flyttu til annarra landa og það væri eitthvað sem hann skildi ekki. „Af hverju ætti maður að vilja flytja héðan?“ sagði Adams.
Einn af hápunktum tónleikanna var þegar Adams tileinkaði einn af sínum helstu ástarslögurum til íslenskrar fyrirsætu. Hann sagði Ingu Eiríksdóttur fyrirsætu hafa leikið stórt hlutverk í tónlistarmyndbandi, því sem nú er komið út. Hann kallaði til Ingu í salnum sem vinkaði til baka úr sætaröð 13. Inga og systur hennar eru miklir harmónikkuspilarar og kom fram í máli Adams að Inga hefði spilað á harmónikkuna yfir páskana og hann orðið hugfanginn. Þar væri á ferðinni hljóðfæri sem allajafna væri ekki mikið í umræðunni en væri einstakt.
Adams tileinkaði Ingu næsta lag á tónleikunum, Have You Ever Really Loved a Woman úr kvikmyndinni Don Juan deMarco þar sem Johnny Depp leikur karlmann sem telur sig vera elskhuga allra elskhuga, Don Juan. Textinn fjallar um það hvernig maður á að koma fram við konuna sem maður elskar. Í lok lagsins sem endar á línunni „Have you ever really loved a woman“ bætti Adams við orðinu „…an Icelandic woman“ við mikinn fögnuð.