North West er tólf ára gömul, fædd árið 2013.
Mæðgurnar eru staddar á Ítalíu og fóru út að borða á veitingastaðnum Pierluigi á laugardaginn. Þær voru myndaðar yfirgefa staðinn. North West var með bláa hárkollu, í svörtu korseletti, stuttu pilsi og stígvélum.
Kim Kardashian and North West were spotted out and about in Rome. 🩵 📸: Cobra Team/@BackgridUS pic.twitter.com/QhOMqnzGRm
— Page Six (@PageSix) August 25, 2025
Það leið ekki á löngu þar til myndirnar voru farnar á dreifingu um netheima og sögðust margir hafa áhyggjur af stúlkunni.
„Svo óviðeigandi Kim,“ sagði einn netverji.
„Ókei, Kim, hún er tólf ára…“ sagði annar.
Annar netverji sagði að Kim ætti að „vernda sakleysi [dóttur sinnar] og verða meðvitaðri um klæðaburð hennar.“
Kim hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.