fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Fókus
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 09:26

Mæðgurnar North West og Kim Kardashian. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sætir harðri gagnrýni fyrir að hafa leyft dóttur sinni, North West, að klæðast korseletti á almannafæri.

North West er tólf ára gömul, fædd árið 2013.

Mæðgurnar eru staddar á Ítalíu og fóru út að borða á veitingastaðnum Pierluigi á laugardaginn. Þær voru myndaðar yfirgefa staðinn. North West var með bláa hárkollu, í svörtu korseletti, stuttu pilsi og stígvélum.

Það leið ekki á löngu þar til myndirnar voru farnar á dreifingu um netheima og sögðust margir hafa áhyggjur af stúlkunni.

„Svo óviðeigandi Kim,“ sagði einn netverji.

„Ókei, Kim, hún er tólf ára…“ sagði annar.

Annar netverji sagði að Kim ætti að „vernda sakleysi [dóttur sinnar] og verða meðvitaðri um klæðaburð hennar.“

Kim hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út