Fyrir þremur árum eyddi hann öllum myndum út af Instagram og hefur haldið sig að mestu frá samfélagsmiðlum.
Centineo byrjaði að leika sem ungur drengur á Disney og sló svo í gegn í Netflix-þáttunum To All the Boys I‘ve Loved Before og The Recruit og myndinni The Perfect Date.
En Centineo hefur fullorðnast og skilur táningaímynd sína eftir í skugganum. Hann sneri aftur á Instagram með mynd af sér, helmössuðum að hnykkla vöðvana. En hann er um þessar mundir að taka upp fyrir myndina Street Fighter, en sú mynd verður ólík fyrri verkefnum hans.
„Þetta var óvænt,“ sagði einn aðdándi.
Hann mun leika aðalhlutverkið, Ken Masters, á móti Jason Momoa. Ekki er vitað hvenær myndin kemur út en aðdáendur bíða spenntir.