Bethanie Kendra hefur verið á þyngdartapsvegferð undanfarna mánuði og deildi hvernig hún fór að þessu í myndbandi á TikTok.
Kendra segist lifa heilbrigðum lífsstíl þar sem hún leggur áherslu að borða próteinríkan mat og lítið unnin matvæli. En það sem hún segir hafa skipt mestu máli var Pilates, sérstaklega að stunda Pilates samhliða lyftingum. Hún sagði þetta tvennt vera lykilinn að árangri hennar og hvetur fólk til að fara þá leið frekar en á lyf á borð við Ozempic og Mounjaro.
Kendra segir að það sé best að breyta lífsstílnum rólega til frambúðar, frekar en að prófa enn annað megrunartrendið sem flestir gefast upp á.
Saga Kendru hefur slegið í gegn á TikTok. „Það er frábært að sjá fólk léttast á réttan hátt. Allir mega gera sitt en ég er komin með nóg af því að sjá fólk á Mounjaro. Gott hjá þér,“ sagði ein kona.
„Þetta er svo rétt. Ég hef grennst með því að einblína á óunnin matvæli, Pilates, Hyrox og að labba,“ sagði önnur.