Undanfarið hefur Sydney sætt harðri gagnrýni fyrir að „kyngera“ sig í miklum mæli, þá sérstaklega í auglýsingu fyrir baðsápu, og fyrir að selja baðsápu sem inniheldur baðvatnið hennar.
Sjá einnig: Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Sydney sagði við Wall Street Journal að hún væri alveg meðvituð um það sem fólk segir um hana.
„Ég held að það sé mikilvægt að vera með puttann á púlsinum varðandi hvað fólk er að segja. Því allt er samtal við áhorfendur,“ sagði hún.
Baðsápan er ætluð karlmönnum og markaðssett til þeirra, en Sydney sagði aðallega hafa heyrt gagnrýni frá konum.
„Þetta voru aðallega stelpur sem voru að tjá sig um málið, sem mér fannst mjög áhugavert. Þær elskuðu allar hugmyndina um baðvatnið hans Jacob Elordi.“