fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. ágúst 2025 10:30

Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez var að versla í Tyrklandi þegar henni var meinaður aðgangur að alþjóðlegri Chanel verslun. Málið hefur vakið athygli og þá sérstaklega viðbrögð hennar, sem komu mörgum á óvart.

Tyrkneski miðillinn Turkiye Today greinir frá og birtir myndir af söngkonunni í verslunarleiðangrinum.

Samkvæmt miðlium var söngkonan stödd í Istinye Park í Istanbúl – sem er ein af fínni verslunarmiðstöðvum stórborgarinnar – þegar hún nálgaðist Chanel verslun. Öryggisvörður inni í versluninni á að hafa stöðvað hana og komið í veg fyrir að hún fengi að fara inn, sem virtist ekki trufla hana.

„Ókei, ekkert mál,“ sagði söngkonan og gekk í burtu. Þetta virtust hafa verið mistök hjá öryggisverðinum því tyrkneski miðillinn greinir einnig frá því að starfsmenn verslunarinnar höfðu samband við J-Lo og buðu henni að koma aftur, en hún afþakkaði boðið.

Í staðinn eyddi hún mörgum milljónum í öðrum verslunum eins og Celine og Beymen, samkvæmt Turkiye Today.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“