fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Fókus
Föstudaginn 8. ágúst 2025 12:30

Kayla Jade vill ekki fara í vinnuferð til Dúbaí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kayla Jade er áströlsk háklassa vændiskona sem býður fulla þjónustu, eða full service (FS) eins og hún kallar það. Sem þýðir að hún býður upp á ýmsa kynlífsþjónustu gegn greiðslu.

Hún nýtur mikilla vinsælda á TikTok og leyfir áhugasömum að skyggnast á bak við tjöld vændisþjónustu.

Sjá einnig: Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Í myndbandi segir Kayla að viðskiptavinur hafi óskað eftir að hún myndi fljúga til Dúbaí og sinna verkefnum þar, hún segir að hann hafi boðið henni „fáránlega háa upphæð“ en hún hafi neitað, þar sem hún er með reglu um að fara ekki í vinnuferðir til Dúbaí.

Kayla Jade nýtur mikilla vinsælda á TikTok.

„Ég hef áður fengið boð um að fara þangað fyrir einhverju síðan,“ segir hún. „Hann sagðist þekkja marga mjög ríka viðskiptamenn í borginni en ég sagði honum að ég myndi aldrei fara í vinnuferð þangað, sama hvað þeir myndu bjóða mér mikið.“

Kayla segir að hún hafi ekkert heyrt í honum eftir þetta en að hann hafi fundið einhverjar aðrar stelpur í staðinn.

„Hann sagði ekki hvað þessir ríku viðskiptamenn voru að leitast eftir en sagði að þær sem myndu samþykkja boðið myndu fá mjög vel borgað, flug á fyrsta farrými og mjög dýrar gjafir. Hann nefndi samt við mig að því lengra sem ég væri tilbúin að ganga, því betur fengi ég borgað.“

Hún segir hann hafa gefið í skyn að eitthvað gróft myndi eiga sér stað og nefndi sérstaklega myndband sem var á dreifingu fyrir einhverju síðan þar sem milljarðarmæringur var að hafa hægðir á konu.

Myndi óttast öryggi sitt

Kayla segir að það séu ýmsar ástæður fyrir því að hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí.

„Ég væri hrædd um að komast ekki burt, að einhver myndi taka vegabréfið mitt. Kynlífsmansal er mjög stórt vandamál þarna og þú hefur enga stjórn í þessum aðstæðum. Og ef þú leitar til yfirvalda þarna, heldurðu að þau muni hjálpa? Þau líta ekki á þessa glæpi með alvarlegum augum,“ segir hún.

„Ég er mjög hissa að konur séu enn að fara þangað til að vinna eftir allar sögurnar sem við höfum heyrt.“

@blueeyedkaylajade Do I go #storytime #whatididtoday ♬ original sound – blueeyedkaylajade

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“