Steinunn og Selma voru að ræða um vinsælu raunveruleikaþættina Love Island í fyrsta þætti eftir sumarfrí. Steinunn sagði hegðun karlkyns þátttakandanna hafi vakið mikla athygli og reiði áhorfenda.
„Gaurarnir þarna, þetta eru svona ekta fótboltadúddar sem eru með lágt sjálfstraust og sækja í samþykki í gegnum kvenfólk og halda að þeir séu einhverjir dúddar. Bara plís stelpur, ef þið eruð að horfa á þetta þá er ekki eðlilegt að gaurar hagi sér svona,“ segir Steinunn.
„Ég tek þetta svo inn á mig því ég hef verið með svona týpu. Að vera í þessu mind-fucki, það er ekkert verra.“
„Ég veit ekki hvað það er með íþróttamenn, það er eins og þeir séu… það er svo mikið toxic í kringum þá,“ segir Steinunn.
„Þetta er eins og með fótboltastráka á Íslandi,“ segir Selma og Steinunn tekur undir: „Þeir eru með svo mikið mikilmennskubrjálæði halda að þeir séu eitthvað betri en hinir.“ Steinunn notar „god complex“ í þættinum en hugtakið er lauslega þýtt sem mikilmennskubrjálæði í textanum.
„Já, og það byrjar bara í æsku. Ég man, ég var í grunnskóla þar sem ég var í bekk með stórum fótboltahóp, ég er með minningar síðan svona í 4.-5. bekk, þeim að vera með þessa stæla. Sem hafa svo vaxið með þeim, ég hitti nokkra þeirra á djamminu fyrir nokkrum árum og ég var bara: Þú ert nákvæmlega eins og þegar þú varst níu ára,“ segir Selma.
@skipulagt.chaosRétt upp hönd sem er með slæma reynslu af fótboltastrákum 🥴🫠♬ original sound – Skipulagt Chaos Podcast 💙
Steinunn segir þá frá einu atviki á skemmtistaðnum B5, sem var við Bankastræti, þar sem hún rakst á ónefndan landsliðsmann í fótbolta.
Umrætt kvöld var Steinunn með vinkonum sínum, hún var edrú og bílstjóri kvöldsins en samþykkti að fara inn á B5 og leyfa þeim að skemmta sér aðeins áður en þær færu heim. „Það voru einhverjir strákar með eitthvað flöskuborð þarna og ég spurði: „Má ég tylla mér hérna? Ég er ekki að reyna að fá flösku eða eitthvað, má ég tylla mér meðan vinkonur mínar skemmta sér?“ Og hann bara: „Ekkert mál.“ Svo kom gæinn sem er í landsliðinu […] og byrjar: „Drullaðu þér frá fokking borðinu.“ Ég var bara: „Ég er edrú, ég sit bara hérna því vinkonur mínar eru að skemmta sér.“ Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín.“ Þetta var einhver Bacardi flaska, þetta var svo vandræðalegt.“
Steinunn stóð upp og gekk í burtu. „Í fyrsta lagi, er þetta svona sem þú kemur fram við kvenfólk? Og líturðu svona stórt á þig að þú getur ekki verið næs við annað fólk, og það var enginn að reyna að stela þessari ógeðslegu Bacardi flösku,“ segir hún.
„Það eru svo mikið þessar týpur sem eru í Love Island núna, bara topp kvenfyrirlitning.“
Þær ræða þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér að neðan.