fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Fókus
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 11:30

Olga Björt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Björt Þórðardóttir, stjórnarkona í Vitund, samtökum gegn kynferðisofbeldi, fékk ónotatilfinningu þegar hún gekk um fjöru á Álftanesi. Hún segir frá málinu í pistli á Vísi og vekur athygli á áhrifum áfallastreitu.

„Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul,“ segir hún.

„Þegar ég hafði gengið að öðrum enda fjörunnar sá ég hávaxinn og þrekvaxinn mann standa kyrran álengdar og ég hugsaði strax hvað ég ætti að gera ef hann yrði óþægilegur. Við værum jú aðeins tvö hérna á svæðinu. Ég gæti alltaf tekið upp símann og hringt – eða þóst tala í hann. Og ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum; vopnið mitt, ef illa færi.“

Olga segir að umræddur maður hafi aldrei ógnað henni. „Eins og langflestir menn sem ég mæti ein á almannafæri. Vandinn er bara að ég veit ekki hver er líklegur og hver ekki. Þeir eru einfaldlega of margir sem því miður þarf að óttast og þess vegna fá svo margar konur þessa óttablöndnu tilfinningu.“

„Þessa tilfinningu þekkja að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum á Íslandi“

Olga segir að tilfinningin og ástandið sem hún lýsir nefnist áfallastreita eða áfallastreituröskun. „Og hefur minnst með innsæi eða dómgreind að gera, heldur taugakerfið – sem eru heilinn og taugarnar. Þessa tilfinningu þekkja að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum á Íslandi, konum sem hafa upplifað alvarlegt ofbeldi. Samt segir tölfræðin okkur að langflestar konur eru beittar ofbeldi í nánum samböndum – inni á eigin heimili eða á stað þar sem þær ættu að vera öruggar. Gerendur eru þá langoftast makar, fyrrum makar, vinir, vinnufélagar, frændur, feður eða bræður.“

Olga segir að hugtakið ofbeldi er fyrir löngu þekkt en töluvert minni þekking sé hins vegar á afleiðingum ofbeldis. Hún fer yfir hvernig ofbeldi getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu, haft félagslegar og efnahagslegar afleiðingar og samfélagsleg áhrif í pistlinum, sem má lesa hér. Hún ræðir einnig um bataferlið, sem er langt og strangt.

„Við sem samfélag getum gert svo miklu betur til að draga úr aldagömlu og róttæku kynbundnu ofbeldi. Við getum til dæmis ákveðið að trúa þolendum miklu oftar, því opinberar tölur sýna okkur trekk í trekk að rétt innan við 100 prósent þeirra segja satt. Við getum líka gert stórátak í að hvetja til hugarfarsbreytingar og fræðslu meðal núverandi og mögulegra gerenda og kalla þá út sem ýmist eru líklegir til eða eru að beita slíku ofbeldi. Sérstaklega ef við þekkjum þá. Leyfa þolendum að njóta vafans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs