fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Fókus
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 16:30

Teddi Mellencamp. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska raunveruleikastjarnan Teddi Mellencamp trúir á karma og útilokar ekki að alvarlegt krabbamein sem hún glímir við sé bein afleiðing þess að hún var fyrrverandi eiginmanni sínum ótrú.

Teddi, sem er 44 ára, er þekktust fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum The Real Housewifes of Beverly Hills. Hún greindist fyrst með sortuæxli í október 2022 og gekkst undir nokkrar aðgerðir í kjölfarið. Í apríl á þessu ári var greint frá því að meinvörp hefðu fundist í heila og lungum.

Teddi var gift Edwin Arroyave í þrettán ár en þau tilkynntu um skilnað í nóvember í fyrra. Það gerðist eftir að upp komst að hún hafði átt í ástarsambandi við hestatemjarann Simon Schröder og verið eiginmanni sínum ótrú. Saman eiga þau þrjú börn.

Teddi, sem er dóttir tónlistarmannsins John Mellencamp, var gestur Jamie Kern Lima í hlaðvarpsþætti hennar sem kom út í gær og í því talaði hún á opinskáan hátt um veikindin og skilnaðinn við Edwin.

Í þættinum játaði Teddi að hafa valdið sínum nánustu miklum sársauka. Segist hún oft hafa velt því fyrir sér hvort veikindin séu eins konar hefnd fyrir framhjáhaldið á sínum tíma.

„Ég velti því fyrir mér hvort ég hafi fengið krabbameinið vegna framhjáhaldsins. Já, eins og þetta hafi verið mín refsing,“ sagði hún og brotnaði niður. „Kannski gerist ekkert í lífinu án þess að maður borgi fyrir það – á einhvern hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu