fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Fókus
Föstudaginn 1. ágúst 2025 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar eru í öngum sínum eftir að heimildarmynd um umdeildu klámstjörnuna Bonnie Blue var sýnd á Channel 4. Þar var fjallað um vafasamt afrek hennar, að hafa samfarir við 1.057 á tólf klukkustundum. Heimildarmyndin kallast: 1.000 Men and Me: The Bonnie Blue Story.

Bonnie segir í myndinni að líf hennar hafi tekið stakkaskiptum síðasta hálfa árið. „Síðast þegar ég fór ein út úr húsi var líklega fyrir um hálfu ári. Það er ekki öruggt lengur.“

Það var í janúar sem Bonnie Blue bauð rúmlega þúsund karlmönnum til ástarfundar, ef ást má kalla, við sig. Þetta afrek hennar er vægast sagt umdeilt og hefur hún fengið að heyra það frá gagnrýnendum. „Ég fá hundruð líflátshótana á dag, svo það er ekki öruggt fyrir mig að vera á almannafæri.“

Tökulið heimildarmyndarinnar fylgdi Bonnie eftir í hálft ár og tók meðal annars myndbönd af kynlífsathöfnum hennar, þar með talið frá kynlífsmaraþoninu í janúar. Og þessar kynlífsathafnir rötuðu í myndina, mörgum Bretum til lítillar gleði. Sjálf sagðist Bonnie vera hissa á því hversu gróf heimildarmyndin er. Leikstjóri myndarinnar sagði þó við slíku að búast. „Ef ég hefði gert mynd um tónlistarmann eða einhvers konar listamann þá væri list þeirra með í myndinni. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái hvað hún er að gera.“

Sjálf segist Bonnie stolt af „afreki“ sínu. „Ég elska að ég hafi fengið að upplifa þennan dag með rúmlega þúsund áskrifendum, aðdáendum, fólki sem gaf sér tímann til að koma og hitta mig.“

Heimildarmyndin ræðir einnig við fjölskyldu Bonnie. Móðir hennar greinir stolt frá því að Bonnie hafi verið efnilegur dansari sem barn og virðist ekkert kippa sér upp við það að ferill dóttur hennar sé umdeildur. „Hefði þetta verið eitthvað sem ég óskaði mér að hún myndi gera? Nei. Ég fékk töluvert áfall. Vildi ég að hún væri að gera eitthvað annað? Nei, alls ekki. Þetta er hennar val.“

Móðir hennar og fleiri fjölskyldumeðlimir vinna nú í fullu starfi fyrir Bonnie. Klámstjarnan segir að þannig geti hún deilt auðæfum sínum með fólkinu sínu.

Heimildarmyndin var sýnd á Channel 4 aðeins nokkrum dögum eftir að Bretar settu ný lög til koma í veg fyrir að börn horfi á klám á netinu. Frá og með 25. júlí þurfa einstaklingar að sanna aldur sinn til að komast inn á vinsælustu klámsíðurnar, svo sem Pornhub. Því fannst mörgum skjóta skökku við að sýna klám í sjónvarpinu.

„Að sýna heimildarmynd í sjónvarpinu um Bonnie Blue klukkan 22 þar sem má sjá bókstaflegt klám með engu filteri, dögum eftir að lög um aldursstaðfestinguna voru sett, er skuggaleg ákvörðun af hálfu Channel 4,“ skrifar einn.

„Svo Bonnie Blue fær heimildarmynd á Channel 3 þar sem hún getur glansvætt og kynnt lífsstíl sinn fyrir börnunum sem eru að horfa heima, en við þurfum að sýna skilríki til að sjá færslur á X því það þarf að vernda börn,“ skrifar annar.

„Ég er bara búinn að horfa á 15 mínútur af þessari Bonnie Blue-heimildarmynd á Channel 4 og já…. gubb,“ skrifar enn einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Í gær

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig