fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 15:30

Toffolo ruglaði aðdáendur sína í ríminu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmynd af bresku sjónvarpsstjörnunni Georginu Toffolo í stangveiði á Íslandi vakti upp grunsemdir um að hún væri ólétt. Eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn James Watt, var fljótur að kveða það í kútinn.

Breska blaðið The Sun greinir frá þessu.

Toffolo, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Made in Chelsea, birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vöðlum og ullarpeysu í stangveiði á Íslandi. En parið var hér í heimsókn á dögunum.

Myndin lítur þannig út að sumir aðdáendur töldu að hún væri ólétt, það er væri komin með svolitla óléttubumbu. Þessi orðrómur fékk einnig byr undir báða vængi þegar Toffolo sagði að stórar fréttir væru í vændum.

Toffolo veiddi lax á Íslandi. Mynd/Instagram

„Eru ólétt?“ spurði einn aðdáandi beint út í athugasemdum við samfélagsmiðlafærsluna.

Eiginmaðurinn Watt, sem rekur bjórverksmiðjur, var hins vegar fljótur að stíga inn í og kveða það í kútinn þó að svar hans hafi kannski ekki virst allt of sannfærandi. „Ég held ekki að hún sé það,“ sagði hann.

Hinar stóru fréttir reyndust vera þær að Toffolo hefði veitt maríulaxinn sinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“