fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Fókus
Mánudaginn 28. júlí 2025 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein heitasta leikkonan í dag er klárlega Sydney Sweeney sem hefur verið lýst sem eins konar nútímaútgáfu af Marilyn Monroe. Sweeney kemur úr íhaldsfjölskyldu og er því vinsæl meðal stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta. Fyrir vikið þarf leikkonan að þola gagnrýni frá andstæðingum forsetans, einkum af vinstri væng stjórnmálanna. Leikkonunni bregður nú fyrir í nýrri auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle sem hefur rækilega tekist að æra óstöðuga. Leikkonan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir auglýsingarnar og sökuð um þátttöku í nasistaáróðri.

Herferðin kallast á ensku: Sydney Sweeney Has Great Jeans. Þarna er um orðaleik að ræða þar sem enska orðið fyrir gallabuxur rímar við enska orðið fyrir gen. Þar með er bæði verið að segja að leikkonan sé með góð gen og að hún sé í góðum gallabuxum. Í einni auglýsingunni má sjá leikkonuna ganga upp að auglýsingaskilti þar sem má sjá mynd af henni í gallafötum. Við auglýsinguna stendur að hún hafi góð gen, en Sweeney strikar yfir orðið gen og skrifar gallabuxur í staðinn.

Í annarri auglýsingu má sjá leikkonuna hneppa upp gallabuxunum og hún segir áhorfendum að börn fái gen frá foreldrum sínum og að genin ákveði hluti á borð við hárlit, augnlit og persónuleika. Sweeney, sem er bláeygð, horfir svo í myndavélina og segir: Mínar gallabuxur eru bláar. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Þarna sé leikkonan að benda á að hún sé með ljóst hár og blá augu – útlit sem nasistar voru hrifnir af. Eins sé verið að gefa til kynna að slíkt útlit sé æskilegt, Að hvíti kynstofninn sé yfir aðra hafinn.

Aðdáendur hennar og fleiri hafa þó bent á að þarna sé leikkonan bara að klæða sig í flík og tala um gen því það rímar við gallabuxur. Það sé mjög langsótt að kalla þetta nasistaáróður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi