fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 20:30

Christina Aguilera var eitt sinn ein skærasta poppstjarna veraldar. Skjáskot/ITV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Christina Aguilera hefur oft litið betur út en nú. Aðdáendur hafa áhyggjur um að hún sé að visna og sumir þekkja hana varla af myndum.

Aguilera mætti í viðtal í tilefni af leikhúsuppsetningu Burlesque The Musical í Lundúnum. En söngleikurinn, sem er byggður á kvikmynd Aguilera, hefur gert góða hluti í leikhúsum í Manchester.

Hin bandaríska Aguilera, sem er 44 ára gömul, vakti athygli vegna holdafarsins. Í frétt The Daily Mail um málið segir að mörgum hafi þótt hún orðin ansi grönn en þó enn þá barmmikil. Var útlit hennar sagt koma fólki úr jafnvægi.

„Guð minn góður, hvað kom fyrir Christinu, er þetta í alvörunni hún?“ spurði einn áhorfandi á samfélagsmiðlinum X.

„Ástand Christinu. Virkilega sorglegt að sjá þetta… Britney er að brotna saman andlega líka,“ sagði annar. En Christina Aguilera og Britney Spears voru stærstu poppdívur heims í kringum aldamótin og kepptust um hylli aðdáenda.

„Er Christina í lagi? Hún lítur ekki vel út,“ sagði einn netverji. „Hún er að visna,“ sagði annar.

Hafa skapast umræður um hvort að Aguilera sé byrjuð að nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. Eða þá að hún hafi mögulega farið í einhverjar aðgerðir til þess að breyta útliti sínu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 1 viku

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos