Poppstjarnan Christina Aguilera hefur oft litið betur út en nú. Aðdáendur hafa áhyggjur um að hún sé að visna og sumir þekkja hana varla af myndum.
Aguilera mætti í viðtal í tilefni af leikhúsuppsetningu Burlesque The Musical í Lundúnum. En söngleikurinn, sem er byggður á kvikmynd Aguilera, hefur gert góða hluti í leikhúsum í Manchester.
Hin bandaríska Aguilera, sem er 44 ára gömul, vakti athygli vegna holdafarsins. Í frétt The Daily Mail um málið segir að mörgum hafi þótt hún orðin ansi grönn en þó enn þá barmmikil. Var útlit hennar sagt koma fólki úr jafnvægi.
„Guð minn góður, hvað kom fyrir Christinu, er þetta í alvörunni hún?“ spurði einn áhorfandi á samfélagsmiðlinum X.
„Ástand Christinu. Virkilega sorglegt að sjá þetta… Britney er að brotna saman andlega líka,“ sagði annar. En Christina Aguilera og Britney Spears voru stærstu poppdívur heims í kringum aldamótin og kepptust um hylli aðdáenda.
„Er Christina í lagi? Hún lítur ekki vel út,“ sagði einn netverji. „Hún er að visna,“ sagði annar.
Hafa skapast umræður um hvort að Aguilera sé byrjuð að nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. Eða þá að hún hafi mögulega farið í einhverjar aðgerðir til þess að breyta útliti sínu.