Daði Einarsson er tilnefndur ásamt samstarfsfélögum sínum til EMMY-verðlauna fyrir tæknibrellur í þáttaröð eða kvikmynd fyrir þættina House Of The Dragon.
Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Verðlaunahátíðin fer fram í 77. sinn sunnudaginn 14. september í Peacock Theater í Los Angeles og sýnd á CBS sjónvarpsstöðinni. Aðalkynnir er grínistinn Nate Bargatze.
Sjá einnig: Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Þáttaröðin fær alls sex tilnefningar í verðlaunaflokki fyrir skapandi listir (e. the Creative Arts awards):
Daði vann EMMY- verðlaunin árið 2002 fyrir myndbrellur í myndinni Dino Topia, sem var á þeim tíma umfangsmesta sjónvarpsefni sem HBO hafði framleitt.
Árið 2022 var hann tilnefndur til verðlaunanna ásamt Matthíasi Bjarnasyni og teymi þeirra fyrir tæknibrellur í þáttunum The Witcher.
Daði hlaut árið 2022 BAFTA-verðlaun ásamt teymi sínu í flokki „Special, Visual & Graphic effects“, ásamt teymi sínu, fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. BAFTA-verðlaunin eru veitt árlega, bæði í flokki kvikmynda og sjónvarpsþátta, af bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.
Í erlendum miðlum er talað um að EMMY hafi snuðað þáttaröðina um tilnefningar og segja að í fyrsta sinn í 14 ára sögu Game of Thrones sé gengið fram hjá tilnefningu í flokknum Besta dramaþáttaröðin. Game Of Thrones þáttaröðin, sem sýnd var á árunum 2011 til 2019, telur alls 73 þætti í átta þáttaröðum. Þáttaröðin er ein sú sigursælasta í sögu EMMY með 59 verðlaun af 164 tilnefningum, flestum í flokki dramaþátta.
House Of The Dragon er framhaldsþáttaröð, sem hóf sýningar 2021 og telur hún 18 þætti í tveimur þáttaröðum. Sögusvið þáttanna gerist á undan sögusviði Game Of Thrones. Þegar er búið að tilkynna um framleiðslu þriðju þáttaraðar.