fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

Segir leikkonuna ekki of gamla fyrir sig

Fókus
Föstudaginn 11. júlí 2025 10:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður NFL-stjörnunnar Tom Brady, 47 ára, segir að leikkonan Sofia Vergara, 53 ára, er ekki of gömul fyrir Brady og að hann hafi aldrei haldið öðru fram.

Á dögunum hafa Brady og Vergara verið í fréttum vestanhafs eftir að þau eyddu tíma saman yfir kvöldverði á snekkjunni Luminara. Heimildir Page Six herma að Brady hafi beðið um að sitja við hliðina á Vergara.

Þau sáust síðan aftur saman á fimmtudaginn í Ibiza, Spáni, en þar fagnaði leikkonan 53 ára afmæli.

Mynd frá snekkjuferðinni sem Sofia Vergara birti á Instagram.

DailyMail greindi frá því í gær að Brady hefði engan áhuga á Vergara því honum finnst „hún of gömul.“

Talsmaður Brady segir það ekki rétt. „Tom sagði þetta aldrei og myndi aldrei segja nokkuð svona, þetta er algjört bull,“ sagði hann í samtali við People.

Tom Brady var áður giftur ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen. Þau skildu árið 2022 eftir 13 ára hjónaband og eiga saman tvö börn.

Sjá einnig: Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessir líklegastir til að taka við hlutverki James Bond- Tom Holland var of mikið krútt

Þessir líklegastir til að taka við hlutverki James Bond- Tom Holland var of mikið krútt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu