Breski leikarinn og sjarmörinn Hugh Grant var hrókur alls fagnaðar á Wimbledon á miðvikudag. Eins og jafnan er var fjöldi hinna ríku og frægu mættur til að fylgjast með keppnum mótsins og mætti Grant með eiginkonu sinni Anna Elisabeth Eberstein.
Stúkufélagi þeirra var alls ekki af verri endanum, sjálf Bretadrottning, Camilla. Grant fór létt með að heilla hana upp úr skónum, sem og aðra sem í kringum hann sátu, enda alvanur að heilla heimsbyggðina, samanber hlutverk hans í Love Actually, Notting Hill og Bridget Jones myndunum.
Það er samt spurning hvort það var daðrið, aldurinn eða 26 stiga hitinn sem olli því að Grant dottaði yfir keppninni og gerðu gárungarnir nett grín að Grant fyrir.
Í beinni útsendingu á BBC mátti sjá Grant dotta nokkrum mínútum eftir að keppnin hófst. Og netverjar biðu ekki boðanna á samfélagsmiðlum. „Þetta var aðeins of mikið fyrir Hugh Grant.“