fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 09:33

Mynd/Instagram/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi DV frá því að baráttukonan og rithöfundurinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir væri komin á fast. Hún birti mynd af kærustunni, án þess að birta andlit hennar, í Story á Instagram.

Sjá einnig: Þórdís Elva hefur fundið ástina

Sú heppna er kanadíska poppstjarnan, rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Jann Arden. Það er talsverður aldursmunur á turtildúfunum, Þórdís Elva er að verða 45 ára og Jann er 63 ára.

Mynd/Getty Images

Jann sló í gegn árið 1994 með laginu „Insensitive“ sem varð alþjóðlegur smellur og komst meðal annars á topp 20 vinsældarlistann í Bandaríkjunum.

Hún gaf út fleiri slagara eins og „Good Mother“ og „Will You Remember Me.“ Hún hefur gefið út fleiri en tíu plötur og unnið til verðlauna.

Jann er einnig virtur rithöfundur og leikkona. Hún lék sjálfa sig í gamanþáttunum „Jann“ sem voru í loftinu frá 2019 til 2021 og unnu hylli kanadísku þjóðarinnar.

Hún heldur úti hlaðvarpinu The Jann Arden Podcast, en Þórdís Elva var gestur í þættinum í lok maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson