Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.
Hann svaraði spurningum frá fylgjendum í gærkvöldi og einn þeirra spurði: „Hvernig kemstu yfir ástarsorg?“
Beggi sagði að það væri engin töfralausn. „Þar sem þetta er svo flókið, en hér eru nokkur atriði sem ég lærði.“
Það mun taka allavega eitt ár að jafna þig alveg
Lokaðu hurðinni og ekki horfa til baka
Að sætta sig við aðstæður og vera jákvæður hjálpar
Mundu það slæma í sambandinu, ekki bara rifja upp jákvæðu stundirnar
Umkringdu þig fjölskyldu og vinum
Sorg kemur í bylgjum, einn daginn ertu á toppi tilverunnar og í næsta ertu í kjallaranum
Ekki reyna að vera vinur fyrrverandi
Leyfðu þér að finna til
Haltu áfram að vinna að markmiðum þínum, en leyfðu þér líka að vera mannlegur
Njóttu þess að vera einn og enduruppgötva sjálfan þig
Í stað þess að hugsa um hvað þú misstir, hugsaðu um ný tækifæri
Notaðu sambandsslitin sem hvatningu til að taka líkamlega heilsu á næsta stig
Það þarf tvo til að dansa tangó. Þó fyrrverandi var kannski vandamálið, þá varst þú heldur enginn dýrlingur. Hugsaðu um hvað þú gerðir rangt og lærðu af mistökunum fyrir næsta samband.
Leitaðu þér aðstoðar ef þú þarft (ráðgjafi, sálfræðingur)
Beggi hefur einnig verið duglegur að gefa ráð þegar kemur að rómantíkinni, hvernig er hægt að efna til samræðna, vera áhugaverður og sýna öðrum einlægan áhuga.