fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 10:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, eru í opnu sambandi og hafa prófað ýmislegt síðastliðið ár.

Þau ræða um málið í hlaðvarpsþættinum Taboo sem þau halda úti saman.

Sjá einnig: Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

„Það er rúmt ár síðan við ákváðum að opna sambandið okkar,“ segir Árni í þættinum og segir að þau höfðu rætt það í dágóðan tíma áður en þau létu slag standa.

„Þegar maður er kominn í þennan andlega heim, þennan spiritual heim, þá heyrir maður meira af þessu. Það er eins og allir og amma þeirra séu í opnum samböndum, eða prófi það.“

Þau fóru ekki út í þetta leitandi eftir einhverju ákveðnu.

„Miklu frekar að vera bara opin fyrir tengingum sem myndast, hvernig sem þær eru. Hvort sem að eru vinatengingar, stuttar eða langar tengingar, ástar tengingar eða kynlífs, það má allt,“ segir Guðrún.

„Það er rúmt ár síðan við fórum út í þessa vegferð og við erum einhvern veginn á þeim tíma búin að prófa ýmislegt, ég myndi segja að við séum nánast búin að profa allt sem er hægt að prófa,“ segir Árni.

„Það er alltaf hægt að bæta einhverjum blómum á sig,“ segir Guðrún kímin.

Mynd/Karin Bergmann

Afbrýðisemi

Þau segja að ef þetta hefur kennt þeim eitthvað þá er það að samskipti eru númer 1, 2 og 3. En það geti verið erfitt að sitja og hlusta á makann segja frá tengingu við annan aðila þegar afbrýðisemi blossar upp.

„Mér fannst líka svo áhugavert þegar við komumst að því hvernig við lítum öðruvísi á afbrýðisemi. Mér fannst það lykilpunktur í okkar vegferð. Ég var að reyna að komast yfir afbrýðisemina, vera bara: „Ég er í trausti, ég treysti Árna að koma til mín og vera minn helsti makker.“ Og reyndi kannski ekki að ýta afbrýðiseminni í burtu, heldur sættast við það sem er. Á meðan þú sagðir við mig að þú sýndir afbrýðisemi af því að það væri partur af því að elska mig. Að sýna að þú elskir mig. Og þetta var svona clashing force hjá okkur,“ segir Guðrún.

„Þér fannst ég kannski vera aðeins of afbrýðisamur en mér fannst þú ekki vera neitt afbrýðisöm,“ segir Árni.

Mynd/Karin Bergmann

Vildu prófa trekant

„Sko, við byrjuðum svolítið á þessu því okkur eiginlega langaði að fara í threesome. Við opnuðum á þetta því það voru einhverjar threesome pælingar. Ég var nýlega kominn út sem tvíkynhneigður, sem er efni í annan þátt þar sem við munum ræða það betur. En þetta kom út frá því,“ segir Árni

„Fyrsta reynslan okkar í einhverju öðru en að vera bara við tvö, það var með öðrum strák, sem er samkynhneigður.“

„Það var svolítið áhugavert, en mjög fallegt,“ segir Guðrún.

„Það var ótrúlega fallegt,“ segir Árni.

Tinder

Þau rifja upp þegar þau ákváðu bæði að skrá sig á Tinder, en Árni komst fljótt að Tinder væri allt öðruvísi fyrir hann en Guðrúnu.

„Þá kom bersýnilega í ljós munurinn á karlkyninu og kvenkyninu,“ segir Árni.

„Af því að fyrir hver tíu likes sem ég fékk á Tinder, þá fékkst þú sirka þúsund. Þú lítur alveg betur út en ég, skulum bara segja það eins og það er, en ekki þúsund sinnum betur!“

Guðrún tekur hlæjandi undir með Árna.

„Fyrir mig sem strák, að vera í opnu sambandi og búinn að vera í smá tíma núna, að finna einhvern veginn allt í einu bara: Já, Guðrún gæti verið á deiti með nýjum gaur á hverju einasta kvöldi án þess að það yrði nokkuð vandamál,“ segir hann og bætir við að það virðist vera lítið sem ekkert vandamál fyrir karlmenn að Guðrún sé gift með þrjú börn, en fyrir konur þá sé það fráhrindandi að Árni sé giftur með þrjú börn.

En Guðrún fann fljótt, eftir um mánuð, að Tinder væri ekki fyrir hana. Hún kýs frekar að kynnast fólki náttúrulega.

Mynd/Karin Bergmann

Kynntust kærustu á kynlífsklúbbi

„Svo prófuðum við að fara á kynlífsklúbba, sem við ætlum líka að tala um í næsta þætti,“ segir Árni.

„Það var á einum þannig stað þar sem við kynntumst dömu sem við enduðum síðan í sambandi með og vorum throuple í alveg nokkra mánuði. Það var áhugaverð lífsreynsla.“

„Rosalega gefandi og fallegt samband, en líka alls konar erfiðar og miklar tilfinningar,“ segir Guðrún.

„Vá, hvað komu upp erfið samtöl,“ segir Árni.

Þau segja að það hafi verið erfitt að bæta nýrri manneskju í sambandið með þeirra löngu sambandssögu, þar sem allir eru jafnir og ekkert stigveldi.

„Þetta gekk alveg vel á tímabili en var algjört shitshow líka,“ segir Árni.

„Þetta var mikill lærdómur, við getum orðað það þannig.“

Þau ræða nánar um þetta allt saman í þættinum sem má hlusta á hér.

Fylgdu Árna á Instagram hér, og Guðrúnu hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið