fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Áhrifavaldur grét fyrir utan höfuðstöðvar TikTok – netverjar segja að þetta sé karma

Fókus
Fimmtudaginn 12. júní 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem var tekið upp fyrir utan höfuðstöðvar TikTok hefur farið sem eldur um sinu í netheimum en þar má sjá áhrifavaldinn Natalie Reynolds taka móðursýkiskast eftir að lokað var á hana á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Reynolds er 26 ára og varð vinsæl á TikTok árið 2022 fyrir að dansa og þykjast syngja (e. lip-sync). Síðar fór hún að birta myndbönd af hrekkjum, myndbönd um ástarsambönd og svo myndbönd þar sem hún er að þrasa við kærastann sinn.

Áðurnefnt myndband birtist þann 8. júní en þar mátti sjá Reynolds grátandi fyrir utan höfuðstöðvar TikTok í Bandaríkjunum. Hún er í símanum, í miklu uppnámi og krefst þess að henni verði hleypt inn í bygginguna. Að sögn netverja hafði hún verið bönnuð á TikTok og vildi fá banninu aflétt.

Sumir höfðu samúð með áhrifavaldinum enda getur bann sem þetta bitnað á tekjum. Aðrir bentu þó á að líklega hafi þarna verið ákveðið karma á ferðinni. Að öllum líkindum mætti rekja bannið til myndbands sem Reynolds birti í maí og var í kjölfarið harðlega gagnrýnd fyrir. Þar mun hún hafa boðið heimilislausri konu 2 þúsund krónur fyrir að stökkva út í tjörn. Konan kunni þó ekki að synda. Reynolds sagði við konuna að þetta væri hluti af ratleik sem hún væri í og sagðist áhrifavaldurinn líka ætla að stökkva út í – hún gerði það þó ekki. Heimilislausa konan stökk þó út í vatnið og öskraði svo að hún kynni ekki að synda heldur gæti aðeins látið sig fljóta. Síðar kom slökkviliðið til að aðstoða heimilislausu konuna en þá hafði áhrifavaldurinn forðað sér.

Margir brugðust ókvæða við myndbandinu og kröfðust þess að áhrifavaldurinn yrði kærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð