Í nýlegri færslu segir hún að fólk geti gert sturlaða hluti á þessu ári og fer yfir hvað það þarf að gera meira af og hvað það þarf að gera minna af.
Til dæmis hvetur hún fólk til að borða meira prótein og trefjar, einblína á betri svefn og endurheimt eftir æfingar, lyfta oftar lóðum, stunda fjölbreytta hreyfingu, borða meira af alvöru (hreinum) mat og lesa eða hlusta meira á uppbyggilegt efni.
Þegar kemur að því að gera ákveðna hluti minna nefnir hún neikvæðni, slúður og eitruð samskipti, borða minna af skyndibita og ruslfæði, spá minna í skyndilausnum, kúrum, átökum og öfgum þegar kemur að hreyfingu og mataræði, eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og í óþarfa skroll, drekka minna af áfengi og stunda minni samanburð og sjálfsniðurrif.
Ef þú sérð ekki færsluna smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Sara hóf sína heilsuvegferð 17 ára gömul sem hefur einkennst af „hæðum, lægðum, kúrum, villandi upplýsingum frá „sérfræðingum“ veraldarvefsins, „töfralausnum“, árangri, fitutapi, þrefaldri þyngdaraukningu og öllu þar á milli.“
Það hefur skilað henni á þann stað sem hún er í dag. „Reynslunni ríkari og fullum tanki af fróðleik og vitneskju hvað það er sem virkar í raun og veru sem ég brenn fyrir að deila áfram meðal annars í gegnum þjálfunina mína & hér á Instagram,“ sagði hún í færslu í lok janúar.
Í þeirri deildi hún tíu „leynitrixum“ að heilsusamlegra og hamingjuríkara lífi. Sjáðu þau hér að neðan.
View this post on Instagram
Sara er dugleg að deila alls konar áhugaverðu og fróðlegu efni um hreyfingu og heilsu, smelltu hér til að fylgja henni.