fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Fókus
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Rihanna felldi tár þegar kviðdómur kvað upp dóm sinn í máli gegn kærasta hennar, rapparanum A$AP Rocky, í gærkvöldi.

Rapparinn, sem heitir réttu nafni Rakim Athelaston Mayers, var sýknaður af ákæru um að hafa miðað byssu að örum karlmanni árið 2021 og skjóta tveimur skotum að honum. Um var að ræða gamlan vin rapparans og höfðu þeir eldað grátt silfur saman.

Rihönnu og Rakin var eðlilega létt þegar kviðdómur kvað upp úrskurð sinn því hann átti yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi. Rihanna og Rakim eiga saman tvö börn.

„Þakka ykkur öllum fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rakim við kviðdómendur eftir að dómur féll í málinu, en í kviðdómi voru sjö konur og fimm karlar.

Vinur rapparans var sagður hafa slasast lítillega á handlegg þegar skotið var að honum, en lögmaður Rakim sagði að það gæti ekki hafa gerst þar sem rapparinn hafi verið með leikfangabyssu umrætt sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 6 dögum

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni