fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

Svefnstelling þín segir allt um sambandið þitt

Fókus
Laugardaginn 8. júní 2024 20:15

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnstaðan getur sagt þér mikið um ástand sambandsins. Hvernig sefur þú þegar þú deilir rúminu með maka þínum?

verið gerðar margar rannsóknir svefni og svefnvenjum fólks. Að meðaltali sofum við í 24 ár af lífi okkar. Þegar við sofum þá vinnur líkaminn að því að endurbyggja sig, hvíla  og vinnur úr upplifunum og atburðum dagsins. 

Vísindamenn hafa líka skoðað mismunandi svefnstöður – og komist að því að þú getur lært mikið um samband þitt af svefnstöðum para.

#1 Samræðustaða

Þið liggið á móti hvort öðru, en snertist ekki. Sú staðreynd að snúið að hvort öðru sýnir að það eru sterk tengsl á milli ykkar. Þið hafið kannski verið saman í langan tíma. Þið snertist þó ekki sem gæti bent til að þið viljið pásu frá hvort öðru eða kannski er kominn tími á rómantískt frí bara þið tvö ein?

#2 Bak í  bak

Þið sofið og snúið frá hvort öðru en ákveðnir líkamshlutar snertast, sem dæmi bakið, fæturnir og/eða afturendi. Þetta þýðir að þið eruð á sömu bylgjulengd í ykkar sambandi þar sem þið treystið hvort öðru og upplifið ykkur örugg. Þið fáið bæði að taka ykkar pláss í sambandinu, en missið ekki samband við hvort annað.

#3 Höfuð á brjósti

Í þessari svefnstöðu hvílir höfuð konunnar á brjósti maka hennar. Þetta sýnir að hún treystir honum og vilji halla sér að honum. Þessi staða táknar að þið eruð alltaf að reyna að mæta þörfum hvers annars í sambandinu. Þið eruð örugg saman; rómantík, blíða og samverustundir eru óaðskiljanlegur hluti af sambandi ykkar.

#4 Snúið að hvort öðru

Þið sofið andspænis hvort öðru og þétt saman, en þið snertið hvort annað ekki of mikið eða liggið mjög nálægt hvort öðru. Þetta þýðir að samband ykkar byggist á góðum samskiptum. Þið snúið ekki frá hvort öðru, en biðjið ekki um of mikla alúð og athygli frá hvort öðru þegar nær dregur. Þið hafið bæði ykkar eigin rými og þarfir, sem þið sættið ykkur við, en missið ekki ástúðina og nándina sem sambandið ykkar þarfnast.

#5 Aðskilin hvert frá öðru

Þessi svefnstaða lofar ekki góðu fyrir sambandið ykkar! Þið sofið með bakið að hvort öðru og snertist ekki, ólíkt bak í bak stöðunni. Þetta gerist vanalega þegar pör hafa farið ósátt að sofa, sem gæti verið grundvallarvandamál í sambandinu. Í öllu falli sýnir staðan að þið eruð bæði sjálfstæð og viljið og/eða þurfið mikinn tíma í sundur.

#6 Stjörnuskoðunarstaða

Í þessari stöðu liggið þið bæði á bakinu. Annar ykkar er með höfuðið á öxl hins. Samband ykkar er enn náið og blíðlegt, en svona svefn getur þýtt að annað ykkar reynir að þröngva skoðun sinni á hinn aðilann.

#7 Skeið – Konan skeiðar manninn

Í þessari skeiðstöðu er konan stóra skeiðin, sem þýðir að hún knúsar manninn aftan frá. Annars vegar sýnir þetta að konan er sú sem ræður í sambandinu.  Hins vegar sýnir þetta að maðurinn getur látið allt flakka í sambandinu.  Þessi mjög nána staða sannar að þið getið ekki verið aðskilin hvort frá öðru hvort sem er á nóttunni eða á daginn, og að samband ykkar einkennist af blíðu og ástúð.

#8 Skeið – Maðurinn skeiðar konuna

Hér snýst staðan við. Þegar maðurinn knúsar konuna aftan frá tekur hann oftar stjórnina í sambandinu. Með þessari hegðun geislar hann af sjálfstrausti. Hann er til staðar fyrir hana og myndi takast á hendur stórar áskoranir fyrir hana. Ef makar skiptast á að vera stóra og litla skeiðin sýnir það að sambandið er í jafnvægi og að bæðitaka virkan þátt.

#9 Pláss-frekja

Í þessari svefnstöðu liggur annar aðilinn á bakinu eða hliðinni. Hinn aðilinn er á hliðinni eða sefur á maganum og tekur mikið pláss. Hann eða hún ýtir næstum maka sínum fram úr rúminu. Í þessari stöðu er engin líkamleg snerting á milli ykkar. Ef bæði sofna í þessari stöðu lofar það ekki góðu fyrir sambandið. Hvor aðilinn fer meira og minna sínar eigin leiðir í sambandinu, fjarlægðin er líka táknuð með því hvernig þið deilið rúminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kántrýstjarnan dauðfeginn að vera laus við eiginkonuna eftir sjö mánaða hjónaband – „Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann“

Kántrýstjarnan dauðfeginn að vera laus við eiginkonuna eftir sjö mánaða hjónaband – „Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Bridgerton ekki sáttir með breytingar í nýjustu þáttaröðinni – „Ég ætla að hætta að horfa“

Aðdáendur Bridgerton ekki sáttir með breytingar í nýjustu þáttaröðinni – „Ég ætla að hætta að horfa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að það gæti reynst dýrkeypt að gera þessi mistök á Íslandi

Segir að það gæti reynst dýrkeypt að gera þessi mistök á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar er einkakokkur fyrir moldríka ferðamenn – Það gæti komið þér á óvart hvað þeir vilja borða

Ívar er einkakokkur fyrir moldríka ferðamenn – Það gæti komið þér á óvart hvað þeir vilja borða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef Brynjar myndi stofna fyrirtæki þá myndi hann ráða þennan hóp af fólki – „Eiginlega af prinsipp ástæðum“

Ef Brynjar myndi stofna fyrirtæki þá myndi hann ráða þennan hóp af fólki – „Eiginlega af prinsipp ástæðum“