fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Hringdi í neyðarlínuna og var sagt að slaka á – Stuttu síðar ruddist lögreglan inn og fann hrylling í kjallaranum

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 14:07

Veronica Droulia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn Veronica Droulia sagði ógnvekjandi sögu í nýlegum þætti af hlaðvarpinu Martinis and bikinis.

Hún lenti ekki sjálf í þessu en það var frænka vinkonu hennar sem gekk í gegnum þessa martröð.

„Hún kynntist karlmanni á [stefnumótaforritinu] Hinge og þau fóru á nokkur stefnumót,“ segir hún.

Eina helgina þurfti konan að fara úr bænum og heim til foreldra sinna, en þau voru að fara í ferðalag og hún ætlaði að passa upp á húsið á meðan.

Hún þurfti að aflýsa stefnumóti með manninum og sagði: „Mér þykir þetta leitt, ég þarf að passa upp á hús foreldra minna. Ég kem aftur eftir nokkra daga!“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Konan fór til foreldra sinna og var ein í húsinu. „Hún var að horfa á sjónvarpið og fór á klósettið og skildi símann eftir í sófanum. Þegar hún kom aftur inn í stofu sá hún að síminn hennar væri horfinn. Innsæið var að segja henni að eitthvað slæmt væri í vændum og að einhver væri í húsinu. Hún náði í heimasímann og hringdi í neyðarlínuna. Hún sagði: „Ég veit að þetta er ruglað en ég var að koma af klósettinu og síminn minn er horfinn. Ég held að það sé einhver annar hérna í húsinu.“ Manneskjan hjá neyðarlínunni sagði henni að gefa þeim nokkrar mínútur og hringja svo til baka ef eitthvað myndi breytast. Hann sagði að það væru engin haldbær sönnunargögn fyrir því að það þyrfti að senda aðstoð,“ segir Veronica.

„Hún sagði: „Ókei.“ Fimm sekúndum seinna ruddust lögreglumenn inn og fóru niður í kjallarann þar sem þeir fundu manninn, sem hún kynntist á Hinge, með grímu og búinn að leggja hnífa á borðið. Hann ætlaði að búta hana niður!“

En hvernig vissi manneskjan hjá neyðarlínunni að það væri einhver annar í húsinu? „Því það var annar sími niðri, tengdur heimasímanum, og þeir [hjá neyðarlínunni] heyra þegar einhver tekur upp tól á sömu línu,“ segir Veronica.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum