fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Fimm ókeypis en vísindalega sönnuð ráð til að auka hamingju þína

Fókus
Mánudaginn 8. apríl 2024 19:30

Hvað gerir okkur hamingjusöm?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gömul saga og ný að peningar gera fólk ekki hamingjusamt þó vissulega séu peningavandræði afar skaðleg fyrir andlega heilsu fólks. Dr. Michael Mosley fjallaði um hamingjuna í pistli á Daily Mail á dögunum og þar varpaði hann fram fimm einföldum, sem og ókeypis, ráðum sem geta stuðlað að aukinni hamingju fólks.

Talaðu við ókunnuga

Á tímum samfélagsmiðla er sífellt að draga úr mannlegum samskiptum. Það er þó ekki hollt því það er einfaldlega vísindalega sannað að samskipti, þó ekki sé nema stutt vinaleg samskipti við ókunnugan starfsmann verslunnar sem þú ferð í eða einhvern annan sem þú hittir á förnum vegi, hefur jákvæð áhrif á geðslagið. Við mannfólkið erum einfaldlega hjarðdýr og samskipti eru okkur mikilvæg.

Eyddu peningum í aðra en sjálfan þig

Rannsóknir hafa sýnt að það að gefa gjafir virkjar vellíðunarstöðvar í heilanum. Ef þú hefur svigrúm þá skaltu frekar eyða peningunum í annað fólk en sjálfan þig. Og svo þarf ekki endilega peninga til. Rannsóknir sýna að ef þú ert góður við aðra þá eykst hamingja þín sem og þess sem nýtur góðvildar þinnar.

Vertu úti í náttúrunni

Að nýta tækifærin til þess að njóta náttúrunnar, eitthvað sem við Íslendingar eigum blessunarlega gnótt af, stuðlar að aukinni hamingju. Sérstaklega virkar útiveran vel til þess að slökkva á neikvæðum hugsunum og niðurrifi.

Reyndu að vera þakklátur

Það bendir ýmislegt til þess að sú venja að fara reglulega yfir litla hluti sem maður getur verið þakklátur fyrir stuðli að aukinni hamingju. Ekki bara það heldur eru vísbendingar um að iðkun þakklætis lækki blóðþrýsting, bæti svefn og dragi úr verkjum. Sniðug leið er að þylja upp þrjá hluti, eða jafnvel skrifa þá niður, sem maður getur verið þakklátur fyrir á hverju kvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Í gær

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi klámstjarna varar ungar konur við – „Ég gerði hluti sem mér leið illa með“

Fyrrverandi klámstjarna varar ungar konur við – „Ég gerði hluti sem mér leið illa með“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Drulluskítug og geggjað glöð“

Vikan á Instagram – „Drulluskítug og geggjað glöð“