fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fókus

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“

Fókus
Mánudaginn 8. apríl 2024 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Orri Ómarsson, frumkvöðull og rekstrarmaður segist hafa gjörbreytt lífi sínu eftir að hann greindist með sykursýki. Ívar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa orðið meðvitaður um ódauðleika sinn og í kjölfarið hafi hann ákveðið að vera hann sjálfur, breyta lífsstílnum og segja alltaf sannleikann:

„Eins klikkað og það hljómar er ég mjög þakklátur fyrir að hafa greinst með sykursýki. Það var það sem ég þurfti til þess að breyta lífi mínu. Í raun var þetta andleg vakning. Áður en ég fékk sykursýkina var ég ekki á leiðinni neitt í lífinu, hafði ekki trú á sjálfum mér og var fastur í að velta mér upp úr áliti annarra. En þarna fékk ég löðrunginn sem þurfti og í kjölfarið kom gríðarlegur kraftur og metnaður og ég vissi bara að ég ætti að taka ábyrgð á eigin lífi. Eitt af því var að standa algjörlega með sjálfum mér og segja það sem ég er að hugsa án þess að hiksta. Tölfræðin segir mér að það sé búið að stytta líf mitt um að minnsta kosti 20 ár. Ég áttaði mig á því að ég er ekki ódauðlegur og hef takmarkaðan tíma á jörðinni. Ég hef ákveðið að taka slaginn þegar kemur að því að tala um mataræði, heilsu, lyfjaiðnaðinn og matvælaiðnaðinn. Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn og ég held ótrauður áfram,” segir Ívar, sem fer í þættinum yfir dagana áður en áfallið átti sér stað.

„Þetta byrjaði á sunnudegi eftir heila helgi af gríðarlegu sukki. Ég var í frábæru líkamlegu formi og var að keppa í bardagaíþróttum, en verðlaunaði mig oft um helgar með því að sukka. Þennan laugardag hafði ég borðað stóra Domino´s pizzu, borðaði mikið magn af blandi í poka, heilan kassa af æðibitum, drakk sex dósir af Redbull og var líka fullur. Svo vaknaði ég bara fárveikur á sunnudeginum og þurfti að kasta upp. Svo þegar leið á daginn var ég bara þurrari og þurrari, alveg sama hvað ég drakk mikið. Það hélt svo bara áfram daginn eftir og lagaðist ekkert, alveg sama hvað ég drakk mikið vatn. Svo gat ég ekki haldið í mér og þurfti að rjúka út úr bílnum á miðri götu til að fara að pissa. Bílarnir í kring flautuðu og fólk horfði undrandi á mig. En ég átti engan valkost, nema þá bara að pissa í buxurnar. Svo varð ég bara slappari og slappari og léttist og léttist. Svo endar þetta með því að sjónin er farin að versna verulega og punkturinn sem ég átta mig á því að það sé eitthvað alvarlegt í gangi er þegar ég var nærri búinn að keyra á tvo gangandi vegfarendur á innan við tíu mínútum. Eftir það ákvað ég loksins að bíða ekki lengur með að fara til læknis. Ég var svo sendur beint á spítala og þar var ég greindur á staðnum með sykursýki 1.”

Borðaði bara hráan mat í heilan mánuð

Ívar hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir að gera alls konar tilraunir á sjálfum sér og birta það á samfélagsmiðlum. Hann hefur fengið alls konar viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, ekki síst eftir nýjustu tilraunina, þar sem hann borðaði bara hráan mat í heilan mánuð:

„Ég vildi prófa að borða bara óeldaðan mat í heil­an mánuð til að sjá hvort það myndi hafa áhrif á mig. En svo ákvað ég að gamni að enda þetta á að borða hráan kjúkling og þá fór allt á hliðina. Ég ætlaði nú aldrei að gera það, en ég fékk mikið af skilaboðum þar sem var verið að skora á mig og þá ákvað ég að kýla bara á það. Ég skil alveg að einhverjir hafi verið ósáttir með mig, en það er hluti af þessu öllu saman. Ég er í raun vinur allra og hef átt mjög góð samtöl við fólk sem er ósátt við mig fyrst þegar það sendir mér skilaboð. En ég hef allavega fengið athygli út á þetta, sem vonandi verður til þess að beina sjónum að því sem ég er raunverulega að reyna að segja.”

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ívar Orri Ómarsson (@ivaromarsson)

Ívar rekur nú heilsuverslun og hefur ákveðið að halda áfram að deila vegferð sinni í þeirri von að það fái einhverja til að breyta lífi sínu og lífsstíl:

„Ég hef ákveðið að deila sögunni minni með fólki og birta myndskeið af ferðalaginu mínu í þeirri von að það muni mögulega hvetja einhverja til þess að breyta um lífs­stíl og lifa betra og heilsu­sam­legra lífi. Lífs­stíls­sjúk­dóm­ar eru í sögu­legu há­marki og við verðum að fara að gera breytingar og ég vil vera hluti af þeirri breytingu. Ég þurfti að læra þetta á erfiða mátann, þar sem ég greindist með sykursýki, en með því að hafa tekið líf mitt í gegn lifi ég núna mjög góðu og innihaldsríku lífi og er í mjög góðu jafnvægi flesta daga.“

„Ég er þeirrar skoðunar að læknavísindin viti ekki allt“

Ívar, segist sannfærður um að við eigum eftir að sjá mikið af nýjum upplýsingum þegar fram líður:

„Ég trúi því að mat­ar­venj­ur og lífsstíll hafi gríðarleg áhrif á heilsu okk­ar og að í raun og veri megi fyr­ir­byggja flesta sjúk­dóma með skyn­sam­leg­um ákvörðunum og réttu vali á mat­væl­um. Ég er sannfærður um að við séum rétt að byrja að sjá hvað hægt er að gera með réttum lífsstíl. Auðvitað eru ekki allir sammála um hvað er hollur matur, en ég held að við getum allavega byrjað á að vera sammála um að ofurunninn matur er slæmur fyrir alla. Sambland af aukaefnum og sykri er kokteill sem er ekki góður fyrir neinn og sérstaklega finnst mér slæmt að sjá hvernig óhollum mat er otað að börnum. Lækna­vís­ind­in segja að syk­ur­sýki I sé gena­sjúk­dóm­ur og að mataræði hafi eng­in áhrif. En ég er gangandi dæmi um að það er ekki alveg rétt. Líf mitt hefur gjörbreyst eftir að ég breytti lífsstílnum hjá mér. Ég veit að það sem ég er að segja kemur frá minni upplifun og trú, en ég er þeirrar skoðunar að læknavísindin viti ekki allt og að gena­rann­sókn­ir séu í stöðugri þróun. Við vitum að umhverfisþættir spila stórt hlutverk í öllu sem snýr að heilsu og það eru ótrúlegir hlutir að gerast hjá fólki sem hefur kosið að taka ábyrgð og breyta lífsstíl sínum.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Ívar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís og Kleini blása á kjaftasögurnar – „Stytt­ist í brúðkaup hjá þess­um lúðum“ 

Hafdís og Kleini blása á kjaftasögurnar – „Stytt­ist í brúðkaup hjá þess­um lúðum“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Edda glímir við fjölda fylgikvilla á meðgöngu – „Ef ég myndi vakna með aukaeyra myndi læknirinn segja þetta bara eðlilegt“ 

Katrín Edda glímir við fjölda fylgikvilla á meðgöngu – „Ef ég myndi vakna með aukaeyra myndi læknirinn segja þetta bara eðlilegt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump