fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Fókus
Mánudaginn 15. apríl 2024 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem taldi að eiginmaður sinn ætti í ástarsambandi með eldri konu ákvað að hefna sín á honum og skrá sig á stefnumótaforrit. Þar komst hún í kynni við tvo unga menn sem hún sængaði hjá. Þegar hún sagði eiginmanni sínum frá þessu voru viðbrögðin dálítið önnur en hún bjóst við.

Konan leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa breska blaðsins The Sun, vegna málsins og þá einkum vegna viðbragða eiginmannsins. Segir hún að hann vilji nú ólmur horfa á hana stunda kynlíf með öðrum manni.

Konan segist hafa orðið foxill þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hafði vingast við eldri konu þegar hann var í vinnuferð fjarri heimahögum sínum. Óttaðist hún að hann væri að halda framhjá henni og ákvað hún í kjölfarið að skrá sig á stefnumótaforrit þar sem hún komst í kynni við aðra menn.

„Vandamálin byrjuðu þegar maðurinn minn ákvað að fara á suðurströndina á húsbílnum okkar. Hann var að bíða eftir því að fá stórt verkefni á svæðinu og sagði að það væri meira vit í því fyrir hann að dvelja þar í nokkrar vikur í stað þess að ferðast á milli. Ég komst svo að því að hann hafði kynnst konu á fimmtugsaldri og væri mikið með henni. Ég var brjáluð. Ég er 34 ára og hann er 38 ára en börnin okkar eru sex og fjögurra ára,“ segir konan.

Úr varð að konan skráði sig á stefnumótaforrit þar sem hún mælti sér mót við tvo yngri menn sem hún endaði á að sofa hjá.

„Hann fullyrðir að hann og þessi kona hafi bara verið vinir en ég var sannfærð um að hann væri að halda framhjá mér þannig að mig langaði að særa hann. Svo ég sagði honum frá því sem ég hafði gert en viðbrögð hans komu mér verulega á óvart. Ég vil vera með manninum mínum en óttast fordæmið sem þetta gæfið ef ég sef hjá öðrum manni að honum viðstöddum,“ segir konan.

Deidre segir að konan og maðurinn hennar þurfi að vinna í sínum málum áður en hún lætur eftir „fantasíum“ hans og leita svara við eftifarandi spurningum: Hvað varð til þess að hún var viss um að hann væri að halda framhjá og hvað varð til þess að hún brást svona við?

Segir Deidre að ef hún lætur eftir fantasíum hans veiti það lítið annað en skammtímaánægju á meðan vandamálin sitja eftir óleyst. Mælir hún með því að hjónin fari til sambandsráðgjafa til að komast að rót vandans í samskiptum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma