fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fókus

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Fókus
Laugardaginn 13. apríl 2024 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir leikarar sem eru jafn vel liðnir og Keany Reeves og vilja aðdáendur honum aðeins það besta. Það voru því gleðifréttir þegar það spurðist út að leikarinn sé á leið í hnapphelduna.

Heimildir In Touch greina frá því að það hafi verið unnusta leikarans, Alexandra Grant, sem fór á skeljarnar. Þau opinberuðuð samband sitt árið 2019 eftir að hafa verið vinir í um áratug. Heimildir herma að parið kæri sig ekki um stórt brúðkaup heldur stefna þau á litla nána athöfn með sínum nánustu, og séu í því samhengi að skoða að halda herlegheitin bara heima í garðinum.

Leikarinn hefur gengið í gegnum mikil áföll á lífsleiðinni. Þegar hann var aðeins 3ja ára gamall yfirgaf faðir hans fjölskylduna og átti aldrei eftir að verða fastur hluti af lífi þeirra aftur.

Árið 1993 missti hann besta vin sinn, leikarann River Phoenix, sem lést úr ofskömmtun fíkniefna. Sex árum síðar fæddist dóttir hans, Ava, andvana og tveimur árum síðar lét þáverandi unnusta hans, Jennifer Syme lífið í hræðilegu bílslysi.

Samhliða þessum hörmungum hafði leikarinn séð um systur sína, Kim, sem barðist í áratug við hvítblæði. Eftir að systir hans sigraðist á krabbameininu stofnaði leikarinn góðgerðarsjóð sem styrkir rannsóknir á hvítblæði. Inn í sjóðinn runnu 70 prósent af tekjum hans fyrir fyrstu Matrix myndina, eða allt í allt um 4,5 milljarður. Leikarinn er þekktur fyrir að vera góðhjartaður og hógvær með eindæmum. Hann gerir góðverk án þess að kæra sig um að það fréttist, hann gerir það bara því hann vill það. Þess vegna gætti hann þess að nafn hans væri ótengt góðgerðarsjóðnum.

Sögur hafa eins borist sem sýna hvernig leikarinn er gerður. Þessar sögur koma frá aðdáendum og þeim sem upplifði atvikin eigin augum. Til dæmis beið hann í röð fyrir utan húsnæðið þar sem haldið var teiti til að fagna tökulokum á myndinni Daughter of God, sem Reeves fór með aðalhlutverkið í. Fyrir utan var röð, og það hvarflaði ekki að honum annað en að bíða eins og allir aðrir.

Fyrir seinni tvær Matrix-myndirnar vakti hann athygli fyrir að taka hlut launa sinna til að gefa fólkinu sem sá um tæknibrellurnar. Að hans mati var það fólkið sem gerði myndirnar góðar, án tæknibrellna hefði Matrix ekki gengið upp.

Þegar hann lék í myndinni The Devils Advocate tók hann á sig launalækkun svo það væri hægt að ráða stórleikarann Al Pacino á móti honum. Sama er talið hafa átt við um myndina The Replacements svo hægt væri að ráða stórleikarann Gene Hackman.

Notandi á Reddit greindi frá einni sögu:

„Fjölskylduvinur er leikmyndasmiður, hann sér ekki um að hanna eldur er bara einn af þessum fátæku verktökum sem bara smíða það sem þeim er sagt. Hann vann á tökustað Matrix og Keany heyrði útundan sér að fjölskylda smiðsins ætti í fjárhagsvandræðum. Svo leikarinn bara gaf honum tæpar 3 milljónir í jólabónus til að hjálpa. 

Hann er líka einn af þeim sem virkilega leggja það á sig að læra nöfn fólks. Hann býður góðan daginn og hann meinar það, talar við fólk eins og jafningi, en ekki niður til þeirra bara því þau voru verktakar á tökustað. Ég hef aldrei heyrt nokkurn kalla Keanu skíthæl, hann virðist vera besta manneskjan í Hollywood af þeim sögum sem maður heyrir.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez spurð beint út í skilnaðarorðróminn – Svar hennar vekur athygli

Jennifer Lopez spurð beint út í skilnaðarorðróminn – Svar hennar vekur athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“