fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Hart deilt um Patrik: „Mér er skítsama um það hvort afi hans sé ríkur“

Fókus
Mánudaginn 4. mars 2024 09:20

Prettyboitjokko. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður hafa farið fram í netheimum um tónlistarmanninn Patrik Snæ Atlason sem gengur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko.

Menningarrýnirinn Davíð Roach skrifaði færslu sem vakti talsverða athygli fyrir helgi þar sem hann gerði nýtt lag Patriks að umtalsefni.

„Inntak þess er að þú verðir að eiga fullt af peningum, flottan bíl og dýr föt til að eiga séns í sætar stelpur. Þetta kemur frá manni sem fæddist inn í ríkidæmi og montar sig af því við hvert tilefni, sem er í eins mikilli forréttindastöðu og hægt er, neppasta nepo-beibíð af þeim öllum. Sem var verið að tilnefna sem „flytjanda“ ársins á íslensku tónlistarverðlaununum,“ sagði Davíð og bætti við:

„Mér er gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið ekki bara kóar með þessu rusli, sem elur á forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju, heldur hampar því.“

Egill Helgason sjónvarpsmaður tók meðal annars undir og sagði hann Davíð „hitta naglann á höfuðið“. Egill var langt því frá sá eini sem tók undir með skrifum Davíðs á meðan aðrir sögðu þá sem hvað harðast gagnrýna Patrik ekki skilja listina hans.

„Mér sýnist þessi ungi maður bara vera harðduglegur og fylla í einhverja þörf fólks fyrir afþreyingu. Það þarf ekki allt að vera Mozart, Pink Floyd eða Dostoevsky til að eiga upp á borð. Neitt frekar en að það þurfi alltaf að vera hægeldað lambalæri á borðinu.. stundum langar mann bara í hvítt brauð með nutella,“ sagði listakonan Sara Óskarsson til dæmis við færslu Egils.

Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur skrifaði einnig færslu um málið þar sem spurði hver væri ekki orðinn þreyttur á síðmiðaldra og síðlama svokölluðum gáfumönnum sem gagnrýna æskuna.

„Hér er á ferð ungur maður með sjálfstraustið í lagi. Mér er skítsama um það hvort afi hans sé ríkur. Má drengurinn bara ekki vera til og bjóða veröldinni birginn? Ég tel að hin sjálfskipaða menningar og gáfumannaelíta fatti ekki húmor drengsins. Hann er að fokka í öllu þessu liði eða einsog hann sagði um Erp: Af hverju ætti ég að taka mark á fimmtugri fyllibyttu í Adidas galla?  Svo er drengurinn að vestan. Og það er afar vestfirskt að rífa kjaft og vera drullusama um hvað Agli finnst. Confidence and arrogance of youth er heilbrigt. En ekki stanslaust væl um erfiðleika lífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum