fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Fékk langþráð frelsið fyrir þremur mánuðum og gat loksins faðmað eiginmanninn – Adam var þó ekki lengi í paradís

Fókus
Föstudaginn 29. mars 2024 18:32

Gypsy Rose Blanchard er nú frjáls kona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gypsy Rose Blanchard var árið 2015 dæmd fyrir að eiga hlutdeild að morði móður sinnar. Undanfarin ár hefur mál hennar vakið mikla athygli eftir að um það var fjallað í hlaðvörpum, heimildaþáttum og loks leikinni þáttaröð.

Enda margt við málið sem er eftirtektarvert enda glímdi móðir Gypsy við sjúkdóminn Munchausen by proxy og hafði sannfært dóttur sína allt hennar líf um að hún væri langveik, þrátt fyrir að Gypsy væri í raun fullkomlega heilbrigð. Einu heilsubrestirnir sem stúlkan glímdi við voru afleiðingar af þeirri lyfjagjöf, rannsóknum og óþarfa læknismeðferðum sem móðir hennar lét hana gangast undir.

Þegar Gypsy nálgaðist fullorðinsárin fór hún að átta sig á því að hún væri í raun ekki veik. Til dæmis gat hún gengið en móðir hennar heimtaði að hún sæti helst alla daga í hjólastól. En eðlilega er erfitt að hugsa skynsamlega þegar lífinu hefur verið varið í að hlusta á lygar. Henni hafði verið meinað um menntun og ekki fengið að kynna sér heiminn. Því fór það svo að hún kynntist dreng á netinu sem bauðst til að losa hana úr þessari prísund og því fór sem fór.

Gypsy var loks sleppt til reynslu fyrir þremur mánuðum síðan. Hún var eðlilega spennt fyrir frelsinu og þá sérstaklega því að geta loks búið með eiginmanni sínum sem hún giftist í júlí 2022.

Ekki hefur sambúðin þó gengið upp því Gypsy tilkynnti í vikunni að hún væri skilin að borði og sæng. Því miður hafi hjónabandið ekki gengið upp og nú sé sennilega rétti tíminn fyrir Gypsy að læra betur inn á lífið og sjálfa sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“