fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Vinnur við að sofa hjá öðrum konum – „Allt fór til fjandans þegar ég bauð kærastanum að vera með“

Fókus
Fimmtudaginn 28. mars 2024 22:00

Ruby Drew.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástralska Ruby Drew sefur hjá öðrum konum fyrir vinnuna. Margir spyrja sig hvers konar starf ætli það sé, en Ruby er klámstjarna og býr til erótískt myndefni sem hún selur á OnlyFans.

Venjulega tekur hún upp klám með öðrum konum og hún segir kærasta sinn, Jakob, elska að horfa á það. En allt fór til fjandans þegar hún bauð honum að vera með.

Á meðan það er „eins og jólin fyrir hann“ þegar hún stundar kynlíf með öðrum konum, þá fannst henni hörmulegt að horfa á hann í sömu aðstæðum.

Opinn og ævintýragjarn

Þegar Ruby og Jakob kynntust var hann strax mjög opinn og skilningsríkur varðandi starf hennar.

„Honum fannst það töff að ég hef svona mikið frelsi í vinnunni, hann var bara hamingjusamur að sjá mig hamingjusama,“ segir hún.

Ruby Drew.

„Jakob elskar að horfa á myndböndin mín þar sem ég er með öðrum konum, það er eins og jólin fyrir hann,“ segir hún.

Parið ákvað að hefja smá tilraunastarfsemi. „Við byrjuðum á því að prófa að fara í trekant. Við vorum með reglu um að hann mætti aðeins snerta mig og hafa samfarir með mér. En eitt kvöldið var ég smá drukkin og sagði honum að hann mætti stunda kynlíf með hinni stelpunni. Það er mjög erfitt að vita hvað þér finnst óþægilegt þar til þú upplifir það. Og ég ákvað að vera „kúl kærastan“ og leyfa honum að sofa hjá annarri stelpu. Ég grét allan daginn eftir, ég gat ekki hætt að hugsa um þetta. Þannig já, aldrei aftur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“