fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Skammast sín ekki lengur fyrir að bíða með kynlífið fram á fertugsaldur – „Það þurfa ekki allir að byrja sem unglingar“

Fókus
Miðvikudaginn 27. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rebel Wilson hvetur ungmenni til að bíða með kynlíf þar til þau eru tilbúin að stunda það. Ungmenni eigi ekki að stunda kynlíf út af samfélagslegum þrýstingi heldur þegar og ef þeim langar það sjálfum. Wilson vill vera unga fólkinu innblástur og hefur því afhjúpað að hún var sjálf 35 ára þegar byrjaði að stunda kynlíf.

„Það þurfa ekki allir að byrja sem unglingar. Fólk getur beðið þar til það er tilbúið eða beðið þar til það hefur öðlast ögn meiri þroska. Ég hugsa að þetta geti verið jákvæð skilaboð. Þú þarft klárlega ekki að bíða fram á fertugsaldur eins og ég, en þú ættir að upplifa þrýsting sem ungmenni.“

Þessu greindi leikkonan frá í viðtali við People. Hún segir að lengi hafi hún forðast að ræða kynlíf við jafnaldra sína þar sem hún skammaðist sín.

„Það var held ég einu sinni, það er ekki alveg ljóst, en ég held ég hafi sagt bestu vinkonu minni: Já ég ég gerði það bara til að rumpa þessu af þegar ég var 23 ára. En ég sagði það bara til að forðast frekari spurningar.“

Stundum yfirgaf Wilson hreinlega herbergið þegar kynlíf bar á góma, enda þótti henni erfitt að heyra vini ræða það að fólk væri mjög seinblómstra að hefja kynlíf á þrítugsaldri. Hvað ætli þau myndu þá segja ef þau vissu sannleikann um Wilson? Þetta hafi svo versnað með aldrinum og jafnvel eftir að Wilson var farin að lifa kynlífi þá átti hún erfitt að játa nákvæmlega hversu lengi hún beið með það.

Hún sé þó tilbúin að stíga fram í dag til að veita ungu fólki, sem er ekki tilbúið, hugrekkið til að bíða þar til þau eru það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta