fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Krabbamein Katrínar skekur konungsveldið – Hvað gerist næst? 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2024 15:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton prinsessa af Wales hefur „innri styrk, stuðning eiginmanns síns og fjölskyldu sinnar, svo hún geti einbeitt sér að því sem er mikilvægt,“ segir fyrrverandi talskona Elísabetar drottningar.

Eftir margra vikna vangaveltur og samsæriskenningar á netinu um Katrínu, hvarf hennar úr sviðsljósinu, heilsu hennar og dvalarstað, opinberaði Katrín á föstudag með persónulegu myndbandi að hún væri í krabbameinsmeðferð. Nú einbeitir hún sér að bataferli sínu með stuðningi fjölskyldu sinnar.

„Hún hefur innri styrk, stuðning eiginmanns síns og fjölskyldu sinnar, svo hún geti einbeitt sér að því sem er mikilvægt, að ná aftur fyrri styrk,“ segir Ailsa Anderson, fyrrverandi talskona Elísabetar drottningar í forsíðuumfjöllun tímarits People sem kemur út 8. apríl næstkomandi.

Í tilkynningunni sagði Katrín að tímasetning tilkynningarinnar væri hugsuð út frá þremur börnum hennar og Vilhjálms prins, George, tíu ára, Charlotte átta ára, og Louis, fimm ára.

„Það hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á þann hátt sem hentar þeim, og fullvissa þau um að mér muni líða vel. Eins og ég hef sagt við þau; ég hef það gott og verð sterkari með hverjum deginum með því að einbeita mér að því sem mun hjálpa mér að lækna; í huga mínum, líkama og sál.“

Fjölskyldan mun verja næstu vikum saman í einrúmi á meðan börnin eru í skólafríi og munu þau ekki mæta í páskamessu í St. George kapellunni í Windsor-kastala með meðlimum konungsfjölskyldunnar núna um helgina.

Búist er við að Vilhjálmur mæti að fullu aftur til opinberra skyldustarfa þegar börnin þrjú mæta aftur í skólann.

„Prinsessan mun snúa aftur til opinberra starfa þegar hún fær leyfi til þess af læknateymi sínu. Hún er í góðu jafnvægi og einbeitir sér að því að ná fullum bata,“ sagði talsmaður hallarinnar á föstudag.

Karl konungur er einnig í krabbameinsmeðferð og því hvílir ábyrgð á herðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar að koma fram opinberlega sem fulltrúar konungsveldisins. Camilla drottning hefur haldið uppteknum hætti og mætt ein á marga viðburði síðan upplýsingar um heilsufar eiginmanns hennar voru opinberaðar, og systkini Karls, Anna prinsessa og Edward prins og eiginkona hans, Sophie, hertogaynja af Edinborg, halda einnig áfram konunglegum skyldustörfum.

Þeir sem standa Katrínu næst segjast binda fullar vonir við að þegar hún hefur náð bata muni hún snúa til opinberra skyldustarfa sterkari en nokkru sinni fyrr.

„Konungsfjölskyldan er viðkvæm í augnablikinu og sýnir staðan að þau eru manneskjur með veikleika eins og við hin,“ segir fyrrverandi aðstoðarmaður hallarinnar. „Þau eru trú hlutverkum sínum. Ég tel að þú munir komast að því að þegar Kate nær sér að fullu, mun hún koma aftur til baka enn ástríðufyllri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta