fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Unnar Þór: „Ég var heppinn þegar ég lauk afplánun í síðasta skipti að eiga konu og heimili en það eru ekki allir eins heppnir“

Fókus
Mánudaginn 25. mars 2024 08:15

Unnar Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Þór Sæmundsson er 33 ára, fjögurra barna faðir sem ólst upp á Flúðum og á stóra sögu. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Unnar ber Flúðum ekki góða söguna en mjög ungur var hann settur í hlutverk vonda kallsins, eins og hann orðar það.

„Ég var gerður að blóraböggli og kennt um margt, hvort sem ég var sekur eða ekki, því ég var þessi ofvirki krakki sem fór mikið fyrir og vissulega var ég oft sekur en ekki alltaf,“ segir hann.

Hann minnist þess þegar móðir hans fékk símtal eitt skipti þegar hann sat inni á Kvíabryggju: „Ég sat inni og það var réttaball á Flúðum. Það höfðu brotist út slagsmál á ballinu og mamma fékk símtal daginn eftir þar sem henni var tjáð að ég hafði lamið mann og annan á ballinu. Þetta er týpískt dæmi um smábæjarbraginn þar sem búið er að ákveða hver gerandinn er án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því,“ segir hann og bætir við að mamma hans hafi glöð leiðrétt þennan misskilning í þetta skipti.

Passaði ekki í boxið

Grunnskólaganga Unnars gekk ekki vel þó hann hafi átt auðvelt með námið, það lá vel fyrir honum, en boxið sem gert er ráð fyrir að allir passi inn í hafi ekki hentað honum.

Ungur, aðeins 11 ára, var hann farinn að fikta við neyslu og hélst neyslan sem eins konar fikt út grunnskólann.

Hann fór til Perú í skiptinám og kom heim í lok 10. bekkjar. Leiðin lá í menntaskólann á Laugarvatni en þá var neyslan komin úr böndunum og einhverjir glæpir fylgdu með.

„Ég man að einn vinur minn sagði við mig að maður gæti ekki farið bara með annan fótinn inn í þennan heim svo ég fór all in. Hann meinti það auðvitað ekki þannig,“ segir hann.

19 ára í fangelsi

Unnar var nítján ára þegar hann fór í fyrsta skipti í fangelsi og á nokkrum árum snerist lífið hans um neyslu, ofbeldi og fangelsi. Hann segir að munurinn á fangelsi liggi aðallega í starfsfólkinu sem vinnur innan veggja þeirra.

„Mér fannst samt skemmtilegast á Hrauninu, það var mest að gera þar, tíminn var fljótastur að líða þar inni,“ segir hann.

Unnar hefur sterkar skoðanir á stefnu fangelsismála á Íslandi en hann segir enga betrun eiga sér stað eða sú litla sem eigi sér stað vera til einskis þegar ekkert sé til staðar til að grípa menn þegar afplánun þeirra lýkur.

„Ég var heppinn þegar ég lauk afplánun í síðasta skipti að eiga konu og heimili en það eru ekki allir eins heppnir.“

Unnar hefur verið í bata í átta ár en hann fór í meðferð á Hlaðgerðarkoti og tók meðferðina mjög alvarlega. Eftir meðferð fór hann á 120 fundi á 90 dögum en eftir það hætti hann að mæta á fundi.

„Ég tók ákvörðun þegar ég gerði mér grein fyrir að ég gæti ekki notað að ég vildi algjört frelsi og eftir þessa miklu fundasókn fannst mér ég ekki frjáls, eins og ég vildi vera. Ég geri bara mitt en fæ alveg skít fyrir það.“

Unnar brennur fyrir málefni jaðarsettra og hefur sterkar skoðanir. Hann vill ganga svo langt að regluvæða vímuefni og segir að afglæpavæðing sé hreinlega ekki nóg, þó hann vilji það líka. Hann talar um ábyrgð stjórnvalda og samfélagsins gagnvart þessum hópi fólks og þetta snúist einungis um pólitískan vilja, það séu til nóg af peningum. „Hvar eru neyslurýmin sem búið er að samþykkja? Það vill enginn sjá vandamálið og þingið felldi frumvarp um afglæpavæðingu, meira að segja þeir sem höfðu talað með því greiddu atkvæði gegn því,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta