fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fyrrverandi fylgdarkona segir að menn sem halda framhjá skiptist í þrjá flokka

Fókus
Laugardaginn 23. mars 2024 20:30

Amanda Goff.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi ylgdarkonan Amanda Goff, sem kallar sig Samantha X, segir að menn sem halda framhjá skiptist í þrjá flokka. Hún hefur áður afhjúpað nokkur merki um að makinn sé að halda framhjá. Hér fer hún yfir hvers konar karlmenn halda framhjá.

Samantha er fyrrverandi fyldgarkona, sjálfstætt starfandi blaðamaður, rithöfundur, fyrrverandi „hórumamma“ (e. madam) og „nándarþjálfari“ (e. intimacy coach).

„Ég hitti alls konar karlmenn í starfi mínu sem háklassa vændiskona. Einhleypa unga karlmenn, ekkla, fráskilda menn, menn í hjólastól, langveika karlmenn, glæpamenn, lögreglumenn, stjórnmálamenn – alls konar karlmenn. Og ég elska þá alla,“ segir Samantha.

Hún segir að í fyrsta lagi skipti það ekki máli hvað sé mikið að gera hjá honum, heima fyrir eða í vinnunni, ef karlmaður vill halda framhjá þá finnur hann tíma fyrir það. „Enginn karlmaður er of upptekinn fyrir konu,“ segir hún.

„Í öðru lagi, þá skiptir það ekki máli hversu gott hjónabandið er, hversi hamingjusöm þú ert (eða heldur að þú sért), hversu góður faðir hann er, eða að þið sofið saman á hverjum þriðjudegi. Karlmenn halda samt framhjá. Ég er alls ekki að segja að allir karlmenn gera það en nóg til halda mínum iðnaði gangandi.“

Þrír flokkar

Samantha segir að giftir karlmenn sem halda framhjá skiptist í þrjá flokka.

„Það eru þeir sem eru alveg hættir að deila nánd með eiginkonum sínum og segja að þeim líði eins og gangandi kreditkorti. Þeir vilja ekki fara frá eiginkonum sínum því þeir vilja ekki missa rúmlega helming af tekjunum sínum og vilja ekki særa börnin,“ segir hún.

„Svo eru það þessir sem segjast elska eiginkonur sínar en viðurkenna að þeir vilja bara stundum breyta til. Og síðan höfum við þá margbrotnu: Karlmenn sem eru hamingjusamlega giftir.“

Samantha segir að hjónaband er flókið fyrirbæri. „Mér finnst það gamaldags og óraunhæft […] Ég hef séð og hitt nógu marga gifta karlmenn til að koma í veg fyrir að ég muni nokkurn tímann giftast. En það eru ekki bara karlmenn sem halda framhjá, konur gera það líka. Ég hef hitt marga viðskiptavini í sárum vegna framhjáhalds maka,“ segir hún.

Að lokum viðurkennir Samantha að hún sé ástfangin af giftum karlmanni. „Hann mun aldrei fara frá konunni sinni og ég myndi ekki vilja að hann myndi gera það. Ég hef farið þessa leið áður og veit að það verður ég sem verð særð, þannig ég hætti að hitta hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta