fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Fókus

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 09:30

Colman með Óskarsverðlaunin árið 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska verðlaunaleikkonan Olivia Colman er opinská um notkun sína á bótox og aðdáendur hennar hreinlega elska það, en leikkonan er þekkt fyrir að vera opinská og þrælskemmtileg í viðtölum.

Colman var í viðtali í vikunni hjá BBC Radio 2 ásamt Jessie Buckley, en þær léku nýlega saman í kvikmyndinni Wicked Little Letters. Í viðtalinu segist Colman mikill aðdáandi þegar kemur að notkun bótox, „hrikalega hressandi.“

Eftir að Buckley reyndi að svara tónlistarspurninug benti Colman á að hún væri fædd árið 1974 og sagðist spyrillinn, Vernon Kay, þá vera á sama aldri.

„Er það? Ég lít út fyrir að vera mamma þín, þú ert svo unglegur. Þetta er mjög pirrandi,“ sagði Colman og spurði Kay síðan hversu mikið bótox hann hefði notað í gegnum árin og neitaði Kay að hafa notast við slíkt.

„Ó, ég hef fengið fullt!“ sagði Colman þá og skellihló.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by BBC Radio 2 (@bbcradio2)

Hreinskilni Colman féll í kramið hjá netverjum sem sögðust hreinlega elska hana.

Margir þekktir einstaklingar hafa harðneitað að notast við bótox, þar á meðal sjónvarpsstjarnan Simon Cowell, sem varð loks að játa á sig notkun í fyrra, en Cowell er orðinn nær óþekkjanlegur.

Sjá einnig: Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna