fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Fókus

Mjög skiptar skoðanir um úrslitin í kvöld – „Ég byrja að drekka aftur ef þessi greindarskerta þjóð kýs Heru Björk í stað Bashar“

Fókus
Laugardaginn 2. mars 2024 23:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrja að drekka aftur ef þessi greindarskerta þjóð kýs Heru Björk í stað Bashar,“ sagði athafnamaðurinn Guðmundur Jörundsson á Facebook skömmu áður en úrslitin voru tilkynnt í  Söngvakeppninni þar sem niðurstaðan varð sú að söngkonan vinsæla Hera Björk var kjörin sigurvegari í símakosningaeinvígi við hinn palestínska Bashar Murad. Lag Heru, „Scared of Heights“ verður því framlag Íslands í Eurovision í Malmö í vor.

Samkvæmt erlendum veðbönkum er líklegt að Ísland hefði átt meiri möguleika í keppninni með framlagi Bashar, „Wild West“, en fyrir skömmu var Ísland þar í 3. sæti en fellur nú niður listann um eitt sæti strax eftir úrslit kvöldsins.

Mörgum mislíkar pólitíski vinkillinn sem er ofinn inn í þátttöku Bashar í íslensku undankeppninni, en ekki Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Heimildarinnar, sem sagði á Facebook:

„Við hefðum náð að búa til gilda ástæðu þjóðarstolts með því að gera sameiginlega söngvara frá Palestínu að fulltrúa okkar á sviðinu í Eurovision og taka þannig opinbera afstöðu með mennskunni á lykiltímapunkti. Það hefði ekki bara gert Palestínu gott eða okkur sjálfum heldur sent öllum ótvíræð skilaboð um að þau sem þola yfirgang og ofbeldi eiga sér alltaf einhvern vin, þótt lítill sé.“

Leikarinn Pálmi Gestsson var hins vegar ósáttur við umræðuna á samfélagsmiðlum í kvöld og var ekki einn um það. Pálmi skrifar á Facebook:

„Maður vissi svo sem að það ríkti einhver útlendingaandúð hér á landi eins og sennilega gerir allsstaðar að einhverju marki. En að sjá eins grímulausan rasisma og mannhatur eins og sumt fólk sýndi á samfélagsmiðlum í kvöld það kom mér fullkomlega í opna skjöldu og er þyngra en tárum taki.“

Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, var ósáttur við niðurstöðuna, á sinni Facebook-síðu:

„Og enn eina ferðina var besta lagið í öðru sæti. Fúla „keppnin““

Hera vinsæl

„Til hamingju Hera og hún er svo geggjuð,“ skrifar Þráinn Stefánsson á Facebook-síðu RÚV, og margir taka í sama streng. En þar eru einnig mjög skiptar skoðanir. Sandra Kristín Jónsdóttir lýsir yfir vonbrigðum:

„Ég er mjög vonsvikin Íslendingar. Nú mun Ísland mæta eins og ekkert sé í partý í Svíþjóð og syngja á sama sviði og Ísraelar sem munu syngja lagið ,,October rain“.“

„Til hamingju Hera og Ísland,“ skrifar Sigrún M. Vilhjálmsdóttir og margir fleiri óska Heru til hamingju.

Margir eru ósáttir við að Bashar hafi yfirleitt fengið að taka þátt í keppninni hér á landi en aðrir harma að hann hafi ekki orðið fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Umræðurnar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna