fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fyrsta myndbandið af Katrínu síðan í desember skiptir fólki í fylkingar – „Þetta er ekki hún“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2024 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín hertogaynja, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, hefur verið á allra vörum undanfarnar vikur.

Undanfarið hafa samsæriskenningar verið á sveimi um heilsu Katrínar og myndafíaskóið í síðustu viku ýtti aðeins undir þær kenningar.

Sjá einnig: Myndaskandall Katrínar: 8 ára mynd dregin fram í sviðsljósið í kjölfar samsæriskenninga

Katrín gekkst undir kviðarholsaðgerð í janúar og var tveimur vikum seinna útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í Lundúnum. Í tilkynningu frá Kensingtonhöll á sínum tíma kom fram að Katrín myndi vera frá í nokkra mánuði og myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska. Í lok febrúar átti Vilhjálmur að mæta í minningarathöfn guðföður síns, Konstantíns II, konung Grikklands, en hætti við með stuttum fyrirvara. Margir töldu þetta skýra vísbendingu um að heilsu Katrínar hafði hrakað og að Vilhjálmur þyrfti að vera hjá henni.

Samsæriskenningar fóru á flug, eins og að hún væri fárveik að berjast fyrir lífi sínu, þar sem engin formleg skýring barst brá Kensingtonhöll.

Það er óhætt að segja að eftir myndabraskið í síðustu viku var gríðarlega mikil athygli á bresku konungshöllinni og vildi fólk fá að sjá prinsessuna eða fá einhvers konar staðfestingu að hún væri í lagi.

Hún var loksins mynduð á almannafæri í gær. Um er að ræða fyrstu myndirnar af henni síðan um jólin í fyrra.

Skjáskot/The Sun

Katrín var að versla á bændamarkaði ásamt eiginmanni sínum. The Sun birtir fjölda mynda sem má skoða hér.

Vitni sem sáu hjónin á bændamarkaðinum sögðu að Katrín hafi litið út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð.“

The Sun birti einnig myndband af hjónunum sem hefur skipt netverjum í fylkingar.

Sumir líta svo á að nú sé hægt að slökkva á samsæriskenningunum á meðan aðrir treysta því ekki að ekki hafi verið átt við myndirnar og myndbandið, en konungsfjölskyldan reyndist sek um að breyta mæðradagsmynd Katrínar. Hún viðurkenndi sjálf sök og velta margir fyrir sér hvort um sé að ræða eitthvað svipað tilfelli.

Margir efast einnig um að þetta hafi raunverulega verið Katrín á bændamarkaðinum með Vilhjálmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta