fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Frá leikhúsinu í ráðuneyti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2024 11:51

Marta Nordal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hún hefja störf í ráðuneyti menningarmála sem sérfræðingur í sviðslistum.

Marta hefur gengt starfi leikhússtjóra frá árinu 2018 og í færslu á Facebook segir hún það mestu gæfu sem hægt sé að hugsa sér að starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir.

„Það er einstök gæfa að fá að starfa við það sem maður elskar og hefur ástríðu fyrir. Eiginlega ein mesta gæfa sem hægt er að hugsa sér. Nú hef ég verið leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2018 og notið hverrar stundar enda starf þar sem öll mín þekking, reynsla og sýn kemur saman. Þessi tími hefur verið hreint út sagt stórkostlegur, eiginlega ólýsanlegur og þar hefur hvergi borið skugga á þrátt fyrir ýmsar áskoranir,“ segir Marta.

Hún segir starfið þó ekki alltaf auðvelt. „Það er ekki allt auðvelt sem er einhvers virði. En uppskeran er líka ríkuleg. Þegar draumur verður að veruleika og til verður sýning sem fólk elskar og nýtur þess að sækja, það er ólýsanleg tilfinning. Þetta þekkir allt leikhúsfólk. En lykillinn að velgengni er fólkið á bak við verkefnin. Leikhús verður alltaf til í samvinnu og sameiginlegri sýn.“

Eftir árin fyrir norðan segir hún samstarfsfólkið og listafólkið það sem stendur upp úr.

„Það sem stendur uppúr þegar ég lít tilbaka er mitt einstaka samstarfsfólk hjá MAK og það hæfileikaríka listafólk sem hefur komið að verkefnunum hjá okkur. Þið hafið gefið mér meira en orð fá lýst og gert mér kleift að láta stóra drauma rætast og njóta hverrar mínútu í að búa þá til. Við eigum þetta saman og ég á ykkur allt að þakka.“

Marta segir þó allt hafa sinn tíma og því hafi hún ákveðið að hætta sem leikhússtjóri og snúa sér að öðrum verkefnum.

„Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að leiða Leikfélag Akureyrar á undanförnum árum og vonandi átt þátt í að efla það og styrkja. Við höfum sett á svið metnaðarfullar sýningar, stuðlað að fræðslu í leiklistarskólanum og sviðslistabraut MA og átt í margs konar samstarfi við stofnanir og hópa. Nú stíg ég til hliðar og fæ að fylgjast áfram með Leikfélagi Akureyrar vaxa og dafna. Takk elsku samstarfsfólk fyrir gleðina, hláturinn, ástríðuna og stuðninginn og takk áhorfendur fyrir að koma og njóta.

Ég kveð með stolti, söknuði og hlýju í hjarta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta