fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Kristján gjörbreytti lífi sínu eftir örlagaríkt kvöld – „Ég sá á augabragði hvaða lífi ég hafði verið að lifa“

Fókus
Mánudaginn 18. mars 2024 10:14

Kristján Gilbert. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gilbert, jógakennari, húðflúrari og dáleiðari gjörbreytti lífi sínu eftir að hafa fengið taugaáfall í kjölfar kannabisreykinga. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist hafa séð sjálfan sig í fyrsta skipti þetta örlagaríka kvöld og eftir það hafi ekki verið aftur snúið.

„2012 fékk ég taugaáfall. Þetta er mér ennþá mjög minnisstætt. Ég var í sófanum heima nýbúinn að reykja jónu og var að borða Doritos þegar það helltist yfir mig „flashback“ þar sem ég fékk að endurupplifa fullt af augnablikum og heyra sjálfan mig tala og ég sá að stór hluti af því sem ég hafði verið að segja og gera væri bara lygi og kjaftæði. Ég fékk brjálaðan kvíða, en náði að staulast inn á bað og þar fannst mér ég sjá sjálfan mig fyrir alvöru í speglinum í fyrsta skipti á ævinni. Ég sá á augabragði hvaða lífi ég hafði verið að lifa og hvernig ég yrði að breyta öllu ef ekki ætti illa að fara. Eftir þetta kvöld tók við hálft ár þar sem ég var mjög týndur og einmana og þurfti að melta þetta. Ég reyndi að finna út úr því hvað ég ætti að gera og hætti smám saman öllu sem ég var að gera og gjörbreytti lífsstílnum. Ég fann hugleiðslu og fór að hugleiða á hverjum degi, breytti mataræðinu og fór að læra jóga. Hægt og rólega náði ég að tengjast sjálfum mér betur og betur og gamla sjálfið fór að víkja.”

Kristján Gilbert. Skjáskot/YouTube

Ljós og ónáttúruleg birta

Kristján hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð sem húðflúrari, en hann er einnig menntaður jógakennari og hefur lært meðferðardáleiðslu og NLP markþjálfun. Hann hefur á undanförnum árum kafað djúpt í allt sem snýr að heilsu. Hann hefur meðal annars legið yfir rannsóknum á ljósum og lýsingu og hvaða áhrif ljós og lýsing hefur á líkamsstarfsemina.

„Við náttúrulega vorum ekki með ljós á kvöldin fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Þegar fyrstu ljósaperurnar komu í Frakklandi vildu auðvitað allir fá þetta inn á heimili sín. En fyrstu perurnar voru allt öðruvísi en þær sem við notum í dag. Þær voru mun nær lýsingu sólseturs og ekki með þessa harkalegu bláu birtu. En svo er það í kringum 1960-1970 sem við byrjum að innleiða blárri birtu og í dag eru sumar af perunum nánast þannig að þær ættu að vera ólöglegar og þær hafa mjög slæm áhrif á líkamann. Við megum ekki gleyma því að við erum hönnuð fyrir náttúrulega birtu frá sólinni, sem er bara einfaldlega allt annað mál. Við eigum enn eftir að sjá að fullu hvaða afleiðingar ruslbirta hefur á hormónastarfsemina og heilsu almennt. Það er fyrst núna sem almennilegar rannsóknir eru að koma fram. Hormónakerfið okkar stýrist af þeim geislum sem koma inn í gegnum augun og við erum meira og minna marineruð í mjög slæmri blárri birtu sem líkaminn þekkir illa og hvað þá í svona miklu magni,” segir Kristján og heldur áfram:

„Fyrr á árum var það þekkt fyrirbæri að hluti fólks varð hálfbrjálað á fullu tungli út af birtunni og þú gast sums staðar komist upp með glæp af því að þú varst skilgreindur „moonstruck“. Það var litið þannig á að það væri lampi á himninum sem olli því að fólk gæti ekki sofið og þess vegna væri skiljanlegt að hegðun myndi breytast. Ljós stýrir líkamsklukkunni okkar og líkamsklukkan stýrir hormónakerfinu, sem hefur svo áhrif á allt saman. Það er ekki tilviljun að svefnvandamál, kvíði og fleira sé að margfaldast hjá börnum og unglingum eftir að símarnir komu inn og bláa birtan er allsráðandi.“

Hugvíkkandi efni

Kristján og Sölvi ræða í þættinum um hugvíkkandi efni. Kristján hefur talsverða reynslu af efnunum og segir þau hafa hjálpað sér á tímabili, en vill hafa varann á þegar kemur að umræðu um að þetta sé töfralausn.

„Ef að maður fer bara í ferðalag eftir ferðalag og gerir ekkert við upplýsingarnar safnast það bara upp og maður getur orðið ruglaður af öllum þessum upplýsingum. Það þarf að innleiða það sem gerist í hverri seremóníu og fara með það inn í daglegt líf áður en farið er í þá næstu. Bæði fyrir- og eftirmeðferð er algjört lykilatriði. Þetta getur hæglega farið að vinna á móti manni ef maður veit hvað maður á að gera en gerir það ekki. Þú getur aldrei komið þér hjá því að vinna vinnuna sem þarf að vinna í daglegu lífi. Ef þetta verður að flóttaleið getur fólk verið lengi að vinna úr því. En ef fólk innleiðir gerir þetta rétt og vinnur úr því jafnóðum getur þetta hjálpað mikið. En það er mikilvægt að koma því inn í umræðuna að þetta er ekki töfralausn til að laga alla erfiðleika. En það sem margir finna er að þetta gerir mann auðmjúkari og eykur samkennd og getur auðveldlega hjálpað manni að verða betri manneskja ef þetta er gert rétt og vel.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall