fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Fastakúnninn bað Kötlu afsökunar og sagðist vera stelsjúk –  „Sammála um að hún panti bara á netinu“

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 08:30

Katla Hreiðarsdóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag greindi DV frá því að fastakúnni verslunarinnar Systur og makar í Síðumúla hefði farið ránshendi um verslunina og troðið varningi inn undir úlpuna sína en misst þýfið á leiðinni út úr versluninni. 

Sjá einnig: Katla orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna – „Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð“

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi Systur og makar, er virk á samfélagsmiðlum og greindi hún frá því í Story á Instagram að hún væri orðlaus yfir athæfinu. 

„Við erum í áfalli. Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð,“ segir Katla. Konan sé komin til ára sinna, haltrar við og notar staf en eiginmaður hennar leggur yfirleitt í stæði hreyfihamlaðra fyrir utan búðina. Starfsmenn verslunarinnar þekki konuna vel og segir Katla að stjanað hafi verið við hana í gegnum tíðina og hafi hún til að mynda verið aðstoðuð með vörur út í bíl. Segist Katla óttast að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem konan lætur greipar sópa um búðina. Segir Katla að konunni verði hér eftir meinaður aðgangur að versluninni og hyggst hún kæra athæfið til lögreglu.

Gjörsamlega miður sín og sagðist stelsjúk

Í gær greindi Katla frá því að konan hefði haft samband við sig og viðurkenndi konan að hún væri stelsjúk. 

„Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Ég fékk símtal frá þessari, sem ég ræddi mikið um hér í gær. Ég er búin að fá gríðarlegt magn skilaboða sent,“ segir Katla og segir konuna hafa haft samband við sig og verið gjörsamlega miður sín.

„Og sagði að þetta væri allt saman stelsýki og hún réði ekkert við þetta. Og vildi greiða fyrir þetta einhvern veginn. Það er eitthvað verið að reyna að finna út úr þessu. Batnandi mönnum er best að lifa en ég get því miður ekki tekið á móti henni í versluninni aftur því þetta var ekki í eina skiptið og fórum við yfir þetta allt saman. En auðvitað er þetta leitt og það er auðvitað hrikalegt þegar þetta er orðið að einhverri fíkn. En það verður þó að vera í höndum viðkomandi að leita sér aðstoðar við þessu. Við vorum sammála um að hún panti bara á netinu ef hún treystir sér ekki í verslanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum