fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Vandræðaleg mistök Madonnu

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 16:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur bandaríska tónlistarmannsins Luther Vandross hafa farið þess á leit að Madonna hætti að nota mynd og nafn hans á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir.

Madonna hefur minnst vina og þekktra einstaklinga sem hafa látist úr alnæmi eftir að hafa greinst með HIV. Hafa myndir og nöfn einstaklinga eins og Herb Ritts, Freddie Mercury og Sylvester James birst á meðan Madonna flytur lagið Live to Tell.

Það er aðeins eitt vandamál við þetta og það er sú staðreynd að Vandross greindist aldrei með HIV og hvað þá alnæmi.

Vandross fékk heilablóðfall árið 2003 og lést tveimur árum síðar, 54 ára að aldri.

„Á sama tíma og virðum Madonnu fyrir að heiðra þá sem tapað hafa baráttunni gegn alnæmi bendum við á að Luther greindist ALDREI með alnæmi eða HIV-veiruna. Við vitum ekki hvar Madonna eða starfsfólk hennar fékk upplýsingar um annað,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Vandross sendu frá sér.

Svo virðist sem Madonna og starfslið hennar hafi brugðist skjótt við því nú hefur verið birt yfirlýsing þar sem fram kemur að myndin hafi verið fjarlægð.

Orðrómur var á kreiki á sínum tíma að Vandross hefði greinst með HIV. Birtist frétt þess efnis í bresku blaði árið 1985 og höfðaði hann mál á hendur blaðinu í kjölfarið.

Vildi blaðið meina að gríðarlegt þyngdartap tónlistarmannsins mætti rekja til veikinda eftir HIV-smit en sjálfur sagðist hann einfaldlega hafa tekið mataræði sitt í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum