fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 16:30

Sveinn Einarsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má í raun segja að þetta sé að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins. Sigrún greindist með brjóstakrabbamein sem var komið út í eitla og við fengum þær fréttir að hún myndi lifa í vikur en ekki ná að lifa einhverja mánuði. Rökhugsunin sagði vikur en ekki mánuði. 2, 4,6 vikur?“ 

segir Sveinn Jónsson sem hyggst ganga Jakobsveginn í vor til minningar um eiginkonu sína sem lést um aldur fram úr krabbameini fyrir tæpum 30 árum, aðeins 31 árs að aldri.

Jakobsvegurinn er 820 km, en ætla má að gengnir séu 850-870 km. Með göngunni hyggst Sveinn safna áheitum fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, og aðstandendur þess. „Ljósið var ekki til á þeim tíma sem krabbameinið kom inn í líf okkar en mikið hefðum við þurft á því að halda,“ segir Sveinn í viðtali á vef Ljóssins.

Þetta er í annað sinn sem Sveinn gengur Jakobsveginn, en fyrri ferðin var fyrir tveimur árum. „Það var mikið verkefni og margar lexíur sem ég lærði á leiðinni en umfram allt var þetta mjög heilandi ferð. Þegar heim var komið vissi ég að ég myndi fara aftur og nú ákvað ég að ég myndi fara þetta til að minnast Sigrúnar. Síðar þá fann ég einnig þessa miklu löngun til að nota ferðalagið til að vekja athygli á ljósinu en ég þekki fólk sem hefur nýtt sér þjónustuna og sagt hana vera ómetanlega,“ segir Sveinn sem ætlar að ganga einn. 

Eiginkona Sveins lifði í fjögur ár eftir greininguna sem hann segir hafa verið mikinn rússíbana. Hún fór í lyfja- og geislameðferð, en tíu mánuðum seinna var krabbameinið komið í lifrina.

„Á þessum tíma verður Sigrún þó barnshafandi en sú gleði breyttist þó hratt í sorg þegar við þurftum að horfast í augu við þá staðreynd að við yrðum að velja um hvort að við myndum reyna á meðgönguna og hætta þá heilsu Sigrúnar. Eða fara í fóstureyðingu og vona að heilsa hennar myndi haldast lengur. Þessi dagur var hrikalegur en við vorum sammála um niðurstöðuna þó að við værum ekki sátt við hana. Þetta mál hefur alltaf verið erfitt og við í raun ræddum þetta aldrei eftir að ákvörðunin var tekin. Við vorum bæði alin upp af járnsmiðum, efuðumst aldrei um ást foreldra okkar en þau ræddu aldrei við okkur á þeim nótum. Ég fór í gegnum þetta þegar ég gekk Jakobsveginn í fyrra skiptið og fann hvað þetta er heilandi. Þó að ég efist aldrei þessa ákvörðun þá tel ég að það komi aldrei sönn sátt. En það á sér stað visst uppgjör á leiðinni.“

Segir Sveinn að hann hefði viljað að þjónusta á borð við Ljósið hefði verið til fyrir 30 árum, en eiginkona hans hafi fengið heimsóknir frá og rætt við konur sem gengið höfðu í gegnum sömu reynslu. Sjálfur hafa hann unnið í lítilli deild á stórum vinnustað. „Ég held að á öllum þessum fjórum árum hafi það bara verið ein kona sem spurði mig: „Hvernig hefur þú það?““

Sveinn gengur af stað í kringum 20. apríl og áætlar 35 daga í gönguna. Hann stendur sjálfur straum af öllum kostnaði við ferðina og gönguna og því renna allir styrkir beint til Ljóssins.

Heita má á Svein með því að leggja inn á reikning Ljóssins með skýringunni: Jakobsvegur.

Reikningur: 0101-26-777118
Kennitala: 590406-0740

Fylgjast má með göngu Sveins á Facebook-síðu hans, þar sem hann mun daglega setja inn myndir og segja frá göngu dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum